Uppskriftaveita

Uppskriftaveitan er nauðsynleg öllum þeim sem þjást af uppskriftablæti. Síðan birtir yfirlit yfir allar nýjustu uppskriftirnar frá vinsælustu matarbloggurum landsins. Slurp!

 • Sandra Dögg bar sigur úr býtum
  on 6. desember 2019 at 17:44

  Jólabaksturskeppni Matarvefsins fór fram í gær og fór þátttaka langt fram úr væntingum. Gæði kakanna voru líka ótrúleg og niðurstaðan er sú að áhugabakarar landsins séu framúrskarandi flinkir og að ári munum við bæta um betur og stækka keppnina og fjölga flokkunum. […]

 • Kryddkaka í jólabúningi
  on 6. desember 2019 at 13:53

  Veisludrottningin Berglind Hreiðars, sem gaf okkur einmitt góðu jólaráðin hér framar í þessu blaði, er hér mætt með kryddköku sem hún hefur sett í ægifagran jólabúning. Kakan er einföld og á flestra færi. […]

 • Íslenskar regnbogagulrætur slá í gegn
  on 6. desember 2019 at 13:01

  Regnbogagulrætur komu með ferskum blæ inn á íslenska markaðinn fyrir tveimur árum og hafa notið mikilla vinsælda. Mismunandi litbrigði og bragð er þeirra sterka einkenni en það er töluverður bragðmunur á þeim eftir litum. […]

 • Hreindýrabollur með brúnni sósu
  on 6. desember 2019 at 11:44

  Ef að þú býrð svo vel að eiga hreindýrahakk er upplagt að búa til þessar frábæru bollur sem Sirrý í Salt eldhúsi á heiðurinn að. Við mælum svo sannarlega með því að þið prófið því margir eru á því að hreindýrabollur séu eitt það besta sem hægt er að gæða sér á. […]

 • Rauðrófusíldarsalat – litfagurt og bragðgott
  by Albert on 6. desember 2019 at 11:05

  Rauðrófusíld. Litfagurt síldarsalat sem bragðast einstaklega vel (með góðu rúgbrauði). Það má auðveldlega útbúa salatið daginn áður – verður bara betra við að standa í ísskáp yfir nótt. Rauðrófusíld 1 dl mæjónes ½ dl sýrður rjómi 2 … Lesa meira > The post Rauðrófusíldarsalat – litfagurt og bragðgott appeared first on Albert eldar. […]

 • Svona er best að þíða frosið kjöt
  on 6. desember 2019 at 05:07

  Það eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar við þíðum frosið kjöt, því það eru ekki allir á sama máli hvernig best sé að fara að. […]

 • Myndin sem allt varð brjálað út af
  on 5. desember 2019 at 20:09

  Í fyrstu er þetta ósköp sakleysisleg mynd sem Chris Pratt birti af sér á Instagram til að auglýsa samstarf sitt við Amazon. Í kjölfarið tók önnur kvikmyndastjarna tryllinginn, en af hverju? […]

 • Bestu veitingastaðirnir í Borgarnesi
  on 5. desember 2019 at 17:02

  Það hefur sennilega ekki farið fram hjá þeim sem hafa átt leið um Vesturland hversu fjölbreytt flóra er af matsölustöðum í og við Borgarnes. […]

 • Fyrsta kakan kom með flugi frá Egilsstöðum
  on 5. desember 2019 at 12:01

  Eins og landsmenn ættu að vita fer jólabaksturkeppni Matarvefjarins fram í dag. Skila á kökum í höfuðstöðvar Árvakurs í dag milli klukkan 13 og 14 en fyrsta kakan er þegar komin í hús. […]

 • Rjómakennt kjúklingalasagne
  on 5. desember 2019 at 11:23

  Hér ræðir um ekta lasagne sem gleður sálina – þú færð það ekki betra en þetta hér. Stundum er þörfin bara svo sterk að við þurfum að fá akkúrat svona mat í magann. […]