Uppskriftaveita

Uppskriftaveitan er nauðsynleg öllum þeim sem þjást af uppskriftablæti. Síðan birtir yfirlit yfir allar nýjustu uppskriftirnar frá vinsælustu matarbloggurum landsins. Slurp!

 • Vinkvennakaffið árlega – gleðisprengja með góðum konum
  by Albert on 15. september 2019 at 21:52

  Síðustu tuttugu ár hefur verið hér á bæ svokallað Vinkvennakaffi. Þangað er boðið nokkrum mektarkonum og saman áttum við einstaklega skemmtilega stund. Vegna reiðhjólaslyssins og viðbeinsbrotsins varð sú breyting á að kaffiboðið breyttist í Pálínuboð, dömurnar komu allar með … Lesa meira > The post Vinkvennakaffið árlega – gleðisprengja með góðum konum appeared first on Albert eldar. […]

 • Sex góðar ástæður til að borða engifer
  on 15. september 2019 at 19:46

  Það er gott að vera vel undirbúinn fyrir veturinn og skoða nánar engiferrótina sem oftar en ekki er þekkt fyrir að vera náttúrulegt lækningarmeðal. […]

 • Kornflextertan sem Albert elskar
  on 15. september 2019 at 14:39

  Kornflextertur eru tertur sem slá alltaf í gegn og þykja mikill herramannsmatur. Hann Albert Eiríksson er einn mesti sérfræðingur þessa lands í veitingum kvenfélaga en þessi uppskrift var á boðstólum í kaffiveislu kvenfélaga í Eyjafjarðasveit. […]

 • Alveg klikkaður pastaréttur
  on 15. september 2019 at 14:13

  Þessi pastaréttur er þekktur undir nafninu „boscaiola“ í ítölskum kokkabókum. Hann inniheldur sveppi, hvítvín og hvítlauk og finnst í ótal útfærslum. […]

 • Lúxus kjúklingaréttur með beikoni og fetaosti
  on 15. september 2019 at 10:53

  Ef það er eitthvað sem passar við veðrið þá er það þessi fullkomni kjúklingaréttur sem er löðrandi í beikoni og osti. Meira þurfum við ekki. […]

 • Stærstu mistökin sem fólk gerir við pastasuðu
  on 15. september 2019 at 05:17

  Að sjóða pasta er fremur auðvelt - hefði maður haldið. En að sögn nokkurra heimsþekktra kokka gera ansi margir tvenn mistök sem valda því að pastað verður ekki nándar nærri eins gott og það gæti orðið. […]

 • Kornflexterta – klárlega ein sú besta
  by Albert on 15. september 2019 at 04:59

  Kornflexterta 4-5 eggjahvítur 2 b flórsykur 1 b kókosmjöl 4 b kornflex Stífþeytið eggjahvítur og flórsykur. Bætið við kókosmjöli og kornflexi. Bakið í tveimur kringlóttum formum – á 130°C í um 3 klst á milli 1/2 l rjómi 1/2 ds … Lesa meira > The post Kornflexterta – klárlega ein sú besta appeared first on Albert eldar. […]

 • Nigella Lawson gerir allt vitlaust
  on 14. september 2019 at 21:41

  Stóru málin, krakkar mínir! Er Aperol Spritz algjörlega málið eða er þetta ómerkilegur drykkur sem á ekki skilið þær vinsældir sem hann nýtur? […]

 • Agúrkur sem æra óstöðugan
  on 14. september 2019 at 19:04

  Algjörlega frábært gúrkumeðlæti er hér á ferð, ferskt og hollt - og hentar með öllum mat. […]

 • Veðrið hafði áhrif á matarhátíð í Reykjavík
  on 14. september 2019 at 16:47

  Matarhátíðin Reykjavík Food Festival var færð af Skólavörðustígnum inn undir þak bílastæðahússins við Bergstaðastræti vegna veðurs í dag. Veðrið hafði einhver áhrif á mætingu, en samt var talsverður hópur sem lét veðrið ekki á sig fá. […]