Uppskriftaveita

Uppskriftaveitan er nauðsynleg öllum þeim sem þjást af uppskriftablæti. Síðan birtir yfirlit yfir allar nýjustu uppskriftirnar frá vinsælustu matarbloggurum landsins. Slurp!

 • Verkleg æfing í framreiðslu og matreiðslu hjá nemum í MK
  by admin on 17. mars 2018 at 07:08

  Verkleg æfing í framreiðslu og matreiðslu hjá nemum í MK. Framreiðslu- og matreiðslunemar á lokaári í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi héldu verklega æfingu í vikunni. Við brugðum okkur í betri fötin ásamt nokkrum vinum og þáðum boð þeirra. Eins og við var að búast var þarna allt til fyrirmyndar, fallega lagt á borð, fyrirtaks matur og óaðfinnanleg framleiðsla. Allt gekk þetta fumlaust fyrir sig. Continue reading &rarr […]

 • Fela skartgripi og skilaboð í eggjunum
  on 17. mars 2018 at 05:01

  Súkkulaðimeistarinn Hafliði Ragnarsson hefur um árabil framleitt sín eigin egg sem njóta mikilla vinsælda. Eggin eru til í fjórum gerðum og stærðum og þykja ákaflega vönduð og bragðgóð. […]

 • Surf & Turf með vinkonunum
  on 16. mars 2018 at 19:30

  Matarvefurinn fékk kryddsérfræðinginn Auði Rafnsdóttur til að deila einni af sinni uppáhaldsgrilluppskriftum sem hún eldar gjarnan eftir handa vinkonunum. […]

 • Seiðandi taílenskt fiskikarrí
  on 16. mars 2018 at 17:06

  Seiðandi karrí hljómar eins og draumur þessa dagana meðan beðið er eftir sumri. Þessi bragðgóði og skemmtilegi fiskréttur kemur úr smiðju Ragnars Freys Ingvarssonar, en hann er betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu. […]

 • Gómsæt hollustusprengja frá Hafsteini Ólafssyni
  on 16. mars 2018 at 14:30

  Meistarakokkurinn Hafsteinn Ólafsson á Sumac tekur hér þátt í hinni rómuðu áskorun Fimm eða færri. Hér ræður naumhyggjan og hugkvæmni Hafsteins ríkjum og eflaust margir sem munu hoppa hæð sína af gleði yfir þessum bráðholla og gómsæta rétti. […]

 • 122% hækkun á einum mánuði
  on 16. mars 2018 at 11:34

  Eitthvað hefur stemningin breyst í Costco-hópnum „Keypti í Costco Ísl – myndir og verð“ frá því sem áður var. Í stað þess að verið sé að dásama verðlagið og vöruúrvalið er hópverjum tíðrætt um verðhækkanir í versluninni sem þykja ansi ríflegar. […]

 • Girnilegt grillmeðlæti
  on 16. mars 2018 at 11:03

  Upp með grilltangirnar um helgina gott fólk! Það þarf ekki að vera flókið og má jafnvel vera dulítill subbumatur það er að segja djúsí en hér er komin fullkominleið til að græja hollara pulsupartý! […]

 • Léttist um tíu kíló á þessu mataræði
  on 16. mars 2018 at 05:06

  Margir kannast við að vera fastir í sama farinu. Borða of mikið og hreyfa sig of lítið. Svo er víst líka hægt að borða á röngum tímum, í rangri röð og svona væri endalaust hægt að telja. […]

 • Bjó til Kim Kardashian köku úr Rice Kirspies
  on 15. mars 2018 at 20:58

  Bakaradrottningin Debbie Wingham er flinkari en flestir þegar kemur að kökugerð. Nýjasta uppátækið hennar er að búa til köku sem er.... hvorki meira né minna en nokkuð góð eftirmynd af hinni einu sönnu Kim Kardashian. […]

 • Syndsamlegar ljúffengir hælaskór
  on 15. mars 2018 at 20:11

  Hefur þig dreymt um að snæða skó? Eða dreymt um svo fína köku að gestirnir supu hveljur af hrifningu? Og hefur þig dreymt um háhælaða köku? […]