Uppskriftaveita

Uppskriftaveitan er nauðsynleg öllum þeim sem þjást af uppskriftablæti. Síðan birtir yfirlit yfir allar nýjustu uppskriftirnar frá vinsælustu matarbloggurum landsins. Slurp!

 • Hið heilaga uppstúf
  on 15. desember 2017 at 14:58

  Klassískt uppstúf er ómissandi hluti af jólahaldinu. Misjafnt er milli fjölskyldna hvort fólk vill hafa sósuna mjög sæta eður ei en millivegur er farinn hér í þessari klassísku sósu. […]

 • Fylltar kjúklingabringur með sólþurrkuðum tómötum og mozzarella
  on 15. desember 2017 at 11:02

  Þessi uppskrift er fremur auðveld en alltaf slær hún í gegn. Það má vel bæta við basilíkulaufi ef vill eða rauðu pestói. Með réttinum ber ég yfirleitt fram salat og sætar kartöflur. […]

 • Forstjórinn bruggar fyrir starfsmenn
  on 15. desember 2017 at 05:03

  Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, og félagar hans í bjórklúbbi fyrirtækisins brugga á annað þúsund lítra af bjór fyrir samstarfsfólk sitt og viðskiptavini. […]

 • Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis
  by admin on 15. desember 2017 at 00:05

  Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis. Í þá gömlu góðu daga þegar Sumargleðin fór um landið og skemmti fórum við alltaf í yfirfullt félagsheimilið heima og veltumst þar um af hlátri. Söngkona sveitarinnar Þuríður Sigurðardóttir hló líka alltaf manna hæst og skemmti sér greinilega mjög vel með „köllunum" í Sumargleðinni. Þuríður hefur gert ýmislegt fleira en syngja, verið í fjölmiðlum og flugfreyja svo eitthvað sé nefnt. Um aldamótin lét hún stóra drauminn rætast og lærði myndlist og útskrifaðist úr Listaháskólanum. Auk þess að mála undurfögur listaverk heldur hún námskeið á vinnustofunni sinni. Á dögunum hitti ég Þuríði og nefndi við hana hvort hún vildi vera gestabloggari og baka kannski eina köku og gefa uppskrift að henni. Söngkonan glaðlega hugsar stórt eins og sjá má á myndunum og bakaði ekki bara eina köku - hún hélt glæsilegt kaffisamsæti ásamt eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni. Continue reading &rarr […]

 • Fullkomnar jólagjafir
  on 14. desember 2017 at 19:30

  Hvað á að gefa matgæðingnum sem veit fátt skemmtilegra en að nördast í eldhúsinu? Við tókum saman nokkrar vel valdar hugmyndir sem ættu að henta vel í jólapakka matgæðinga og fagurkera. […]

 • Oreo-konfekt með bismark og kirsuberjaostakaka
  on 14. desember 2017 at 16:50

  Guðlaug Dagmar Jónasdóttir er mikill sælkeri og hefur alla tíð elskað að baka. Hér gefur hún uppskrift að tveimur jóladesertum sem eru í uppáhaldi hjá henni. […]

 • Humarvefjur með hvítlauks aioli
  by Berglind on 14. desember 2017 at 14:06

  Síðastliðinn þriðjudag var frumraun mín í sjónvarpi þegar Sjónvarp Símans sýndi þáttinn Ilmurinn í eldhúsinu sem unnin var af SKOT production. Það verður nú að viðurkennast að það var skrítið að horfa á sjálfan sig í svona löngum þætti, en ég er sátt við útkomuna og þakka ég því fagmönnum […]

 • Sætkartöflumús með piparosti
  on 14. desember 2017 at 14:04

  Sætkartöflumús er ákaflega vinsæl yfir hátíðirnar og hentar sérstaklega vel með kalkúni sem dæmi. Hér er komin fullorðinsútgáfa sem rífur örlítið í enn piparosturinn á hér stórleik. […]

 • Rjómasveppasúpa að hætti Hótel Rangá og tilboð fyrir lesendur GRGS
  by Berglind on 14. desember 2017 at 11:44

  Ein vinkona mín hafði á orði að það ætti að vera skylda fyrir alla að fara á Hótel Rangá á aðventunni og þar er ég henni hjartanlega sammála. Fátt er betra en að keyra út úr bænum og upplifa sveitasæluna í þessu dásamlega umhverfi. Hótel Rangá  er fyrsta flokks fjögurra […]

 • Skotheld uppskrift að möndlugraut
  on 14. desember 2017 at 11:01

  Í mínu ungdæmi var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag, sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af diskunum í von um að finna möndluna. […]