Hafragrautur yfir nótt – skólagrautur

Nesti verður alltaf stór hausverkur á mínu heimil. Allir hafa sinn smekk og því oft erfitt að finna eitthvað sem allir vilja. Þessi grautur er oft kallaður skólagrautur á mínu heimili, enda vilja allir taka hann með í nesti. Það er auðvelt að gera hann, hollur og hægt að breyta honum auðveldlega og nota það sem til er í skápunum. Hægt er að breyta um mjólk, setja aðra ávexti jafnvel þurrkaða og hafa mismunandi hnetur eða fræ. Ég hef hlutföllin alltaf eins nema ef ég nota möndlumjólk hef ég örlitla sætu með til dæmis 1 msk hlynsíróp, einnig er auðvelt að gera hann vegan með því að nota vegan jógúrt. Ég mæli með að börnin fái að gera þennan graut og koma stolt í skólann með afraksturinn.

Skólagrautur

1/2 bolli hafrar, ég nota glútenlausa frá Alara

1/2 ósæt kókosmjólk

1/2 bolli grísk jógúrt

1/2 tsk kanill (má setja meira)

1 – 2 msk chiafræ

1/2 bolli bláber eða aðrir ávextir

Til að setja yfir eru gott að nota ristaðar möndlur, hnetur og auka ávextir

Allt sett saman í skál með loki og hrært vel saman. Geymið svo skálina í kæli í 8 tíma. Þessi uppskrift passar í tvær stórar krukkur eða 4 litlar. Þegar taka á þennan dásamlega graut með í nesti er gott að setja yfir auka bláber, aðra ávexti, hnetur, fræ eða möndlur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *