Avocado-kóríander hummus

Nú þegar sumarfríinu er lokið er gott að fara huga að nestismálum hjá fjölskyldunni og þessi hummus er dásamlegur og bragðgóður í nestisboxið. Hann er góður sem ídýfa með grænmeti, sem álegg eða sem meðlæti. Þessi uppskrift er dásamleg með hrökkbrauðinu mínu og ef einhver vill prufa öðruvísi hummus mæli ég sérstaklega með rauðrófuhummus eða

Avocado-kóríander hummus

1 avokadó

1 dós kjúklingabaunir

1/3 bolli tahini

safi úr einu lime

1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt

1/2 tsk cumin

1/2 tsk kóríanderkrydd

1 bolli ferskt kóríander

Salt og pipar eftir smekk

2-3 msk ólífuolía

Skolið kjúklingabaunirnar upp úr köldu vatni og setjið til hliðar. Setjið allt hráefni nema ólífuolíuna í matvinnsluvél og maukið vel saman. Á meðan vélin er í gangi látið ólífuolíuna renna hægt í blönduna og bætið við olíu ef hummusinn er of þykkur. Smakkið og bætið við salt og pipar eftir smekk. Setjið í skál og skreytið með graskersfræjum og njótið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *