Grillaður Halloumi ostur með geggjuðu meðlæti

Ég var erlendis þegar ég smakkaði halloumi ost í fyrsta sinn, mikið fannst mér hann dásamlegur en þegar ég kom heim var hvergi hægt að fá ostinn. Fleiri hafa fattað hversu góður hann er og nú er nánast hægt að fá hann í öllum verslunum. Þó er ein búð í Reykjavík sem selur að mínu mati besta ostinn og hún heitir Istanbul Market og er hún í Ármúla 42. Ég elska svona litlar sérverslanir sem minna mann á ferðalög, góðan mat og minningar. Allt sem þarf í þennan rétt er hægt að fá hjá þeim og á sanngjörnu verði. Þessi réttur er tilvalinn sem forréttur eða sem meðlæti. Uppskriftin er fyrir fjóra en ef þið ætlið að hafa hann sem forrétt reikna ég með 1 kúlu af osti fyrir um tvo gesti. Ef einhver afgangur er af ostinum, sem aldrei hefur gerst, er hægt að gera salat daginn eftir. Sósan með þessum osti er líka geggjuð með fiskréttum eða kjúklingi. 

Grillaður Halloumi með geggjuðu meðlæti

Olía til að pennsla ostinn svo hann festist ekki við grillið

 2 halloumi ostar, hellið vatni af og skerið í sneiðar

1 tsk sumac krydd

1/2 – 1 tsk ras el hanout krydd (geggjað á allt kjöt líka og marg fleira)

1 dós hrein jógúrt lífræn 

3 tsk pomegranate molasses (síróp sem hægt er að nota á marga vegu, t.d. ís eða pönnukökur)

Fræ úr einu granatepli

1/2 bolli söxuð fersk mynta

1/4 bolli saxað kóríander fyrir þá sem vilja

Blandið saman jógúrti og ras el hanout kryddinu í skál og setjið til hliðar. Skerið ostinn í sneiðar og gott er að pensla hann með olíu svo hann festist síður við grillið. Grillið ostinn þar til hann er fallega gylltur og kryddið hann eftir það með sumac kryddinu. Hellið örlítið af sósunnu yfir réttinn, og berið svo afganginn fram með réttinum í skál. Hellið pomegranate molasses yfir, dreifið svo myntu og granateplafræjum yfir og kóríander fyrir þá sem það velja. Þessi réttur passar vel með góðu léttvíni og sértaklega finnst mér rósavín smellpassa, mitt uppáhald er La Baume, geggjuð blanda. 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *