Kryddbrauð sem aldrei klikkar

Þetta brauð er snilld að gera, það þarf aðeins að henda hráefnum í skál, hræra með sleif í blöndunni og þá er deigið tilbúið. Ég fæ tvö brauð úr einni uppskrift með því að nota minni brauðform. Þetta er mjög bragðgott og einfallt kryddbrauð sem fullorðnir og börnin elska að borða og baka. Það spillir ekki fyrir hve góð lykt kemur um alla íbúð þegar það er bakað. Gott er að borða það með smjöri og ef einhver afgangur er eftir má geyma það í 3-4 daga í poka eða skera í sneiðar og frysta.

Kryddbrauð sem aldrei klikkar
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 240 gr haframjöl
 2. 320 gr hveiti
 3. 3 tsk gott kakó
 4. 2 tsk kanill
 5. 2 tsk negull
 6. 3 tsk matarsódi
 7. 2 tsk lyftiduft
 8. 300 gr sykur
 9. 3 bollar mjólk
Leiðbeiningar
 1. Hitið ofninn á 180 gráður
 2. Öll hráefni blandað vel saman í skál
 3. Penslið tvö form og hellið haframjöli og veltið, hellið blöndunni í formin
 4. Bakið í 35 - 40 mínútur eða þar til brauðin eru tilbúin
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *