Hamingju-gulróta möffins

Þess­ar möff­ins urðu til þar sem einn af drengj­un­um mín­um er mik­ill gikk­ur og vildi alls ekki borða gul­ræt­ur. Í dag borðar hann þær með glöðu geði og því eru þess­ar oft gerðar á heim­il­inu. Þess­ar möff­ins eru líka mjög saðsam­ar svo eng­in hætta er á að of marg­ar séu borðaðar þar sem í þeim er einnig syk­ur sem maður vill reyna að minnka.Sérstaklega er gott að eiga þessar í frysti þar sem gott er að grípa með í ferðalag eða nesti. Ég hef einnig notað döðlusyk­ur í þessa upp­skrift, þá voru þær mjög góðar en meira eins og brauðboll­ur. Besta við þessa upp­skrift er að úr henni færðu marg­ar möff­ins en einnig þarf aðeins að eiga góðan písk og sleif til að gera þess­ar ger­sem­ar, minna að þrífa er alltaf plús.

mbl.is/Kristinn Magnusson

Hamingju-gurótar möffins
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 2 boll­ar hveiti
 2. 1 bolli syk­ur
 3. 2 tsk. mat­ar­sódi
 4. 2 tsk. kanill
 5. 1/​4 tsk. salt
 6. 2 boll­ar rifn­ar gul­ræt­ur
 7. 1/​2 bolli rús­ín­ur
 8. 1/​2 bolli saxaðar val­hnet­ur
 9. 1/​2 bolli gróft kó­kos
 10. 1 epli skrælt og saxað
 11. 3 egg
 12. 1 bolli kó­kos- eða græn­met­isol­ía
 13. 2 tsk. vanillu­drop­ar/-​es­sens
Leiðbeiningar
 1. Hitið ofn­inn í 180 gráður. Þessi upp­skrift pass­ar í 18 - 24 form fyr­ir möff­ins.
 2. Blandið sam­an í stóra skál hveiti, sykri, mat­ar­sóda, kanil og salti. Blandið svo gul­rót­um, rús­ín­um, epli og kó­kos­hnet­unni.
 3. Í aðra skál hrærið sam­an eggj­um, olíu og vanillu. Setjið blönd­una sam­an við hina skál­ina og blandið með sleif og setjið í form.
 4. Bakið í 20 mín. og stingið með hníf. Ef ekk­ert loðir við hann eru möff­ins­in til­bú­in.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *