Mangó- og ananas-salsa

Nú þegar vonandi fer að sjást í sól er þetta salsa full­komið enda er það eins og sól í skál, ávaxta­ríkt, ferskt og gott. Það er ein­fallt að gera og pass­ar með nán­ast öllu og jafn­vel eitt og sér. Sérstaklega er gott að borða þetta með til dæmis BBQ-kjúllanum eða kjúklingaspjótunum hér á síðunni. Það er jafnvel svo gott að ég borða það eitt og sér í nesti.

mbl.is/Kristinn Magnusson

Mangó- og ananas-salsa
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 2 söxuð mangó
  2. 1 bolli saxaður an­an­as
  3. 1/​3 bolli söxuð rauð paprika
  4. 1/​4 bolli saxaður vor­lauk­ur
  5. 1/​4 bolli saxað kórí­and­er
  6. Safi úr ½ app­el­sínu
  7. Safi úr ½ lime
  8. 1 tsk. rauður chili, saxaður, fræhreinsaður ef þið viljið ekki mik­inn „sól­ar“-hita
Leiðbeiningar
  1. Allt saxað og sett í skál, látið standa á borði í 30 mín­út­ur áður en þess á að njóta
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *