Ítölsk partý-ídýfa

Það er mjög ein­falt að gera þessa ídýfu og hún er sér­stak­lega bragðgóð. Þessi ídýfa er margnota, því auðvelt er að breyta henni í kvöldmat með því að bæta við hana kjúklingalundum, bera hana fram með steiktum fisk sem sósu eða bera hana fram með niðurskornu grænmeti. Kirsu­berjatóm­at­arn­ir frá Mr Org­anic eru stjarnan í þessum rétti og þeir eru sér­stak­lega bragðgóðir og djúsí, ég vil alltaf eiga dós af þess­um ger­sem­um í búr­inu mínu, svo spill­ir ekki að þetta eru vör­ur án allra auka­efna. 

mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir

Ítölsk ídýfa
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 2 dós­ir Mr Org­anic kirsu­berjatóm­at­ar
 2. 1 hvít­lauks­geiri, saxaður
 3. 8 fersk basil-lauf, skor­in smátt og nokk­ur til að skreyta
 4. 2 msk. tóm­at­púrra
 5. ½ poki rif­inn mosar­ella
 6. 1 stór kúla af mosar­ella
 7. salt og pip­ar eft­ir smekk
Leiðbeiningar
 1. Steikið hvít­lauk­inn í djúpri pönnu við væg­an hita, bætið svo kirsu­berjatómöt­um, tóm­at púrr­unni og basil og saltið og piprið eft­ir smekk.
 2. Látið sós­una malla á væg­um hita í 10-15 mín­út­ur. Kirsu­berjatóm­at­arn­ir eiga vera byrjaðir að springa þá en ef ekki er hægt að mauka þá niður með sleif.
 3. Hellið sós­unni í eld­fast mót og dreifið rifna mosar­ellu­ost­in­um yfir og í lok­in skerið þið mosar­ellu­kúl­una í sneiðar og dreifið yfir. Bakið svo í ofni 15-20 mín­út­ur við 180 gráður, eða þar til ost­ur­inn er fal­lega gyllt­ur.
 4. Borið fram með upp­á­halds­brauðinu ykk­ar.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *