Fetaosta-grillsósa eða ídýfa

Þessi sósa er al­gjört dúnd­ur og hent­ar einnig vel sem köld grillsósa með mat eða sem ídýfa með græn­meti. Það er einnig geggjað að setja hana í grillaðar kartöflur og skreyta með smá vorlauk. Það er skylda að prufa þessa í sumar;)

Fetaosta-grillsósa eða ídýfa
Dásamleg sósa sem einnig er geggjuð sem ídýfa með grænmeti í partýið eða saumaklúbbinn. Okkur þykir hún sértaklega góð í grillaðar kartöflur
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. Sós­an
  2. 180 g grísk jóg­úrt
  3. 100 g sýrður rjómi
  4. 1 vor­lauk­ur, saxaður
  5. 120 g hreinn fet­ost­ur (kubb­ur), mul­inn
  6. Salt og pip­ar eft­ir smekk
Leiðbeiningar
  1. Öllu blandað vel saman og geymt í kæli þar til hennar skal njóta.
  2. Gott að skreyta með vorlauk.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *