Dýrðleg morgunverðarskál

 Systir mín er snillingur í eldhúsinu og undanfarið hefur hún verið að elda marga skemmtilga rétti fyrir dóttur sína sem er vegan. Um daginn gerði hún þessa dásamlegu morgunverðarskál og ég varð að fá að birta hana fyrir ykkur því hún er einstaklega falleg, einföld og full af góðmeti sem fer vel í maga. Ég gerði hana um leið og varð alls ekki svikinn og besta var að börnin mín vildu öll borða meira þessa dýrð og svo er gaman að leika sér með það sem sett er yfir skálina og nota það sem er til í ísskápnum.

Dýrðleg morgunverðarskál
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 2 frosnir bananar í sneiðum
  2. 1/4 bolli möndlusmjör
  3. 2 msk kakó
  4. 1 bolli möndlumjólk
  5. 4 ísmolar
  6. Jarðaber, hindber, bananar, bláber, kakónibbur, saxaðar möndlur til að setja yfir
Leiðbeiningar
  1. Setjið allt í blandara og blandið vel saman
  2. Blandan sett í skál og skreytt með því sem ykkur langar í
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *