Dýrðlegt döðlubrauð með pistasíum

Um dag­inn sá ég aug­lýst­an döðlusyk­ur og varð ég mjög spennt að prufa hann enda elska ég að nota döðlur í mat­ar­gerð. Ég skellti mér strax útí Nettó þar sem ég náði, held ég, síðasta pok­an­um af döðlusykrinum. Ég velti tölu­vert fyr­ir mér hvað ég ætti að nota hann í og langaði að baka gott brauð. Að lok­um varð þetta dýrðlega brauð út­kom­an og ekki er verra að auðvelt er að gera það veg­an. Þetta er brauð sem má borða með góðri sam­visku enda er það stút­fullt af nær­ingu og nátt­úru­legri sætu. Þessi uppskrift var birt í sérblaði Morgunblaðsins um daginn. 

Dýrðlegt döðlubrauð með pistasíum
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 2 boll­ar döðlur
 2. 1 bolli vatn
 3. 1 msk. smjör eða kó­kosol­ía
 4. 1 tsk. mat­ar­sódi
 5. 1/​4 bolli eplamauk eða 1 egg
 6. 1 bolli hveiti/​heil­hveiti
 7. 1 bolli haframjöl
 8. 1 tsk. lyfti­duft
 9. 2/​3 bolli döðlusyk­ur, það má al­veg setja 1/​2 bolla ef þið viljið minnka syk­ur­inn enn meira
 10. 1/​2 bolli saxaðar pist­así­ur
Leiðbeiningar
 1. Sjóðið döðlurn­ar með vatni og smjöri/​kó­kosol­íu við miðlungs hita,. Bætið einni tsk. af mat­ar­sóda við og látið malla þar til bland­an er orðin mauk­k­ennd og látið þá kólna.
 2. Setjið önn­ur inni­halds­efni í skál og blandið sam­an.
 3. Setjið döðlumauk sam­an við.
 4. Penslið brauðform, deig­inu komið fyr­ir og bakað í ofni í 40 mín­út­ur við 180 gráður eða þar til prjónn­inn kem­ur hreinn úr brauðinu.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/
  

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *