Uppáhalds humarpitsan

Þessi pitsa er og verður alltaf í miklu uppáhaldi og því var ég spennt að deila henni með lesendum af Matur á Mbl.is. Það eru svo margir bragðlaukar sem fá að gleðjast þegar þessi pitsa er borðuð. Humarinn, pistasíurnar og dressingin er fullkomin blanda. Þessi uppskrift hefur verið lengi í bókinni minni og margir fengið hana hjá mér. Ég er svo heppin að eiga pitsaofn sem er mikið notaður og er mikil snilld. Pitsurnar eru einfaldlega mikið betri úr honum en ef þið gerið þær í ofni er best að hafa þær á pizzabakka(fæst í IKEA) og hafa pitsuna neðarlega í ofninum. Þessi humarpitsa er bæði spari­leg og djúsí og hent­ar ein­stak­lega vel ef gera á vel við sig um helg­ina. Fyr­ir þá sem vilja létta sér lífið má vel kaupa til­búið deig eða jafn­vel út­flatt á smjörpapp­ír eins og víða fæst í stór­mörkuðum. Svo er bara fá sér góða hvítvín með og njóta


  Mynd Mbl.is/Árni Sæberg

Uppáhald humarpitsan
Skrifa umsögn
Prenta
Botn
 1. 4 stk. (af 12"stærð)
 2. 2 dl vatn
 3. ½ dl olífu­olía
 4. ½ dl pil­sner eða bjór
 5. ½ kíló hveiti
 6. ½ poki þurr­ger
 7. 1 tsk. salt
 8. 1 msk. hun­ang
Sósa
 1. Safi úr einni sítr­ónu
 2. 4 msk. góð ólífu­olía
 3. 4 tsk. gróft sinn­ep
 4. 6-8 msk. hun­ang
 5. Salt og pipa eft­ir smekk
Álegg
 1. Hum­ar, skelflett­ur og hreinsaður.
 2. Magn er smekks­atriði en ég hef yf­ir­leitt meira af humri en minna.
 3. ólífu­olía
 4. hvít­lausrif
 5. rif­inn mozzar­ella­ost­ur, eft­ir smekk (ca. 2 pok­ar á 4 pitsur.)
 6. 1/​4 tsk. saffr­an
 7. 1 poki ósaltaðar pist­asíu­hnet­ur gróf saxaðar, það fer um 1/​4 af poka á hverja pitsu
 8. 2 pok­ar kletta­kál, 1/​2 poki á hverja pitsu
Botn
 1. Blandið vatni, olíu, hun­angi og pil­sner/​bjór sam­an og velgið upp að ca. 37°.
 2. Leysið gerið upp í volg­um vökv­an­um.
 3. Bæta hveiti og salti sam­an við.
 4. Hnoðið vel sam­an, látið hef­ast í 30-40 mín.
Sósa
 1. Kreistið safa úr einni sítr­ónu og blandið sam­an við olíu, sinn­ep og hun­ang, pískið vel sam­an.
 2. Salt og pip­ar eft­ir smekk.
 3. Best er að gera sós­una meðan deigið er að hef­ast og setja í kæli þar til hún er notuð.
Pitsan gerð
 1. Humar­inn er sett­ur í skál ásamt olífu­olíu og 1 mörðu hvít­lauksrifi.
 2. Deig­inu er skipt í 4 kúl­ur og það flatt vel út.
 3. Ost­ur­inn fer beint á botn­inn (sós­an kem­ur í lok­in.)
 4. Rétt áður en humar­inn er tek­inn úr skál­inni er saffran­inu stráð yfir humar­inn og því blandað vel við.
 5. Humr­in­um er raðað yfir ost­inn og svo koma hnet­urn­ar.
 6. Bakið pitsurn­ar á á 200°C í 10-15 mín. eða þar til humar­inn er til­bú­inn. Ég nota pitsu­ofn og þar tek­ur það styttri tíma.
 7. Þegar pits­an er kom­in úr ofn­in­um er kletta­kál­inu stráð yfir og sós­unni hellt létt yfir.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *