Hvítsúkkulaði­sósa með kókos

Þar sem ég hef ekki alltaf eins mikinn tíma í eldhúsinu og ég myndi vilja þá finnst mér geggjað að hafa nokkrar uppskriftir sem taka lítinn tíma en allir elska. Þessa sósu geri ég oft fyrir matarboð og kaupi þau ber sem eru á góðu verði og helli sósunni yfir þau. Einnig er hægt að nota þessa sósu á amerískar pönnukökur og sérstaklega er hún góð á kókospönnukökurnar sem eru hér á síðunni en einnig er dásamlegt að hella henni yfir ís. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að gera þessa og alltaf er hún fullkomin._dsc4273_dsc4280

Hvítsúkkulaðisósa með kókos
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 dós kókosmjólk, ég nota oftast fituminni kókosmjólk
  2. 2 plötur hvítt súkkulaði, það er líka til vegan hvítt súkkulaði
  3. 1-2 dl kókos gróft eða fínt, fer eftir hve mikið kókos þið viljið, má líka sleppa
Leiðbeiningar
  1. Setjið kókosmjólk og hvítt súkkulaði í pott og bræðið við vægan hita þar til súkkulaðið er bráðnað.
  2. Takið pottinn af hellunni og bætið einum dl af kókos út í sósuna og hrærið.
  3. Hellið yfir það sem þið viljið.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *