Dísæt og dásamleg saltkarmellusósa

Ég er forfallinn saltkaramellufíkill. Ef ég fer á veitingastað og sé rétt sem inniheldur þessa dásamlegu samsetningu er hann undantekningalaust valinn. Þessi sósa varð til eftir að hafa fengið hana í útlöndum sem einskonar ávaxtafondú. Saltkaramellufíkillinn ég fór beint í eldhúsið þegar heim var komið og gerði tilraunir til að endurtaka þessa upplifun, sem tókst nokkuð vel. Þessi sósa er sérstaklega góð með eplaskífum. Það er eitthvað við blönduna sem bara virkar. Súra bragðið frá eplinu og sætan frá karamellunni með dassi af salti!!! En þar sem ég elska þessa sósu er henni makað á margt annað, til dæmis á ís, pönnukökur og aðrar kökur. Hún er líka fullkomin með eplaköku! Tilvalið er að setja sósuna í krukku og setja í fallegan gjafapoka ásamt eplum og gefa vinum eða gestgjöfum sem skemmtilega gjöf.

Saltkaramellusósa
Gylltur unaður í krukku
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 bolli sykur
  2. 6 msk mjúkt smjör
  3. 1/2 bolli rjómi
  4. 1/2-1 msk gott salt
Leiðbeiningar
  1. Setjið sykur í pott ásamt smjörinu og bræðið þar til sykurinn er uppleystur.
  2. Bætið saltinu saman við og hrærið vel í.
  3. Takið pottinn af hellunni og hrærið rjómanum saman við.
  4. Látið kólna og njótið.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/
_DSC4238_DSC4232-2  _DSC4245

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *