Kálpinnar náttúru­naglans

Áslaug Snorradóttir Mynd Íris Ann Áslaug Snorradóttir ljósmyndari og matarlistarmaður er einstakur karakter sem vert er að fylgjast með. Nýlega gaf hún út bókina „Íslensk ofurfæða villt og tamin“ sem er sannkölluð gleðisprengja fyrir öll skilningavitin. Áslaug er meistari í að fylla mann innblæstri og skapar ævintýranlegan heim þegar margir aðrir sjá aðeins hrútleiðinlegt grænmeti og horaðar spírur. Gleði og tilraunamennska einkenna matseld Áslaugar sem sem kennir okkur hinum að það er allt leyfilegt! Blandið grunsamlegum innihaldsefnum saman, notið náttúruna sem eldhús og skreytið allt! Alltaf! Hollt og litríkt hráefni af nægtaborði Íslands hefur löngum orðið Áslaugu innblástur og í þessari merkilegu bók ferðast hún um landið, heimsækir ræktendur og matgæðinga, töfrar fram veislur, kveikir hugmyndir og fræðir. Þetta er fjörleg og frumleg bók sem hvetur okkur öll til að borða fallegan, næringarríkan og góðan mat úr nærumhverfinu – hina íslensku ofurfæðu.

aslaug

Áslaug deilir hér með okkur einni uppskrift úr bókinni góðu en það er aldrei að vita nema hún laumi að okkur fleiri uppskriftum á komandi vikum. Áslaug er til dæmis snillingur í smáréttum sem eru ekki síður gullfallegt borðskraut. Sjáið þetta undurfagra spírusúkkulaði og eggjagúrkuflipp! Áslaug er einmitt snillingur í að blanda saman því sem flestum myndi ekki detta til hugar. Grænkál og rjómi! Má það ?

Grænkálsíspinnar
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 lúka grænkál (eða rauðkál)
  2. 500 ml rjómi
  3. 1 tsk vanilla
  4. Hunang eftir smekk
Leiðbeiningar
  1. Blandið vel saman í blandara og hellið í mót, s.s. sílikon-bollakökuform eða plastglös.
  2. Stingið trjágrein ofan í og frystið.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Myndir: Áslaug Snorradóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *