Hjónabandssæla í sveitinni

Þessi uppskrift kemur frá ömmu minni og í hvert sinn sem ég geri hana koma dásamlegar minningar upp í hugann. Þetta er súper einföld og góð hjónabandssæla en með smá leyndarmáli sem setur punktinn yfir i-ið. Þessi fer oftast með okkur í ferðalög þar sem hún geymist vel, öllum finnst hún góð og svo passar uppskriftin akkúrat í skúffukökuálform sem auðvelt er að taka með í ferðalagið. Sultuna sem ég nota má finna hér á síðunni.

Hjónabandssæla í sveitinni
Ekta hjónabandssæla sem gerir alla sæla.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 200 gr brætt smjör
 2. 2 bollar hveiti
 3. 2 bollar haframjöl
 4. 1 bolli sykur (ég set aðeins minna)
 5. 1 egg
 6. 1 tsk möndludropar
 7. 1 tsk matarsódi
Leiðbeiningar
 1. Öllu blandað saman í skál með sleif.
 2. Smyrjið formið og takið helminginn af deiginu og þjappið í botninn á forminu.
 3. Setjið sultu á botninn svo hún þekji vel.
 4. Takið restina af deiginu og myljið yfir sultuna.
 5. Bakið í ofni við 180 gráður í 25-30 mínútur.
Athugasemdir
 1. Þessi uppskrift var upphaflega með smjörlíki en mér þykir smjörið mun betra, eins og alltaf. Möndludroparnir gefa þessari köku smá marsípanbragð sem gerir hana sérstaklega ljúffenga, en auðvitað má skipta þeim út og nota vanilluessens. Möndludroparnir voru leyndarmálið hennar ömmu. Ég nota oftast sultuna mína sem er hér á síðunni en auðvitað má nota hvaða rabarbarasultu sem er.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

2 Comments on “Hjónabandssæla í sveitinni

 1. Notarðu bollamál eða kaffibolla?
  Því mamma bakaði allar uppskriftir með kaffibollum og þeir eru oft aðeins minni en málin svo ég hef brennt mig á því nokkrum sinnum (í þau fáu skipti sem ég baka) 🙂

  • Sæl Harpa

   Ég nota alltaf bollamál í mínar uppskriftir, enda elska ég að nota þau, svo einfallt og þægilegt;)

   Kv.
   Linda og EATRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *