Heilhveitinúðlur með sesamlax

Þessi réttur er hollur og mjög bragðgóður. Hann er tilvalinn í nestisboxið daginn eftir og það má vel sleppa fisknum eða nota kjúkling í staðinn.

Heilhveitinúðlur með kóríander og sesamlaxi
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 1 pakki heilhveiti núðlur frá Blue Dragon (fást t.d. í Krónunni)
 2. 1 cm ferskt engifer
 3. 1 geiralaus hvítlaukur
 4. 1 rauð eða gul paprika í strimlum
 5. ½ box alfaspírur
 6. 200 gr spergilkál eða blómkál
 7. 1 box sveppir
 8. 6 stönglar ferskur aspas ef vill
 9. ½ búnt ferskt kóríander
 10. 1 msk sesamfræ
 11. 1 msk saxaðar salthnetur ef vill
 12. 1/3 tsk Chili explosion krydd í kvörn (fæst t.d. í Bónus)
 13. 2 msk sojasósa
 14. ½ msk fiskisósa
 15. 2 msk sesamolía
 16. 3 msk kókosolía
 17. Salt eftir smekk
Leiðbeiningar
 1. Sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningum – passið að ofsjóða ekki. Sigtið núðlurnar og setjið í skál ásamt sesamolíunni og hrærið.
 2. Pressið hvítlaukinn út í kókosolíuna og rífið engiferið á rifjárni. Hrærið vel saman, setjið á pönnu og kveikið undir.
 3. Setjið allt grænmetið á pönnu nema paprikuna og baunaspírurnar. Léttsteikið grænmetið og slökkvið svo undir.
 4. Setjið fiskisósuna og sojasósuna út á.
 5. Hellið blöndunni af pönnunni og yfir núðlurnar.
 6. Saxið kóríanderið og setjið út á ásamt paprikunni og baunaspírunum.
 7. Toppið með sesamfræjum og salthnetum.
 8. Berið á borð ásamt limebátum.
Athugasemdir
 1. Ef þú vilt hafa réttinn matarmeiri eða próteinríkari er tilvalið að bæta við hann kjúklingi eða ofnbökuðum lax.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/
Hægeldaður sesamlax
Serves 4
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 800 gr lax
 2. 2 msk appelsínusafi
 3. ½ msk rifið ferskt engifer
 4. 3 msk sojasósa
 5. ½ tsk Chili exlplosion krydd
 6. 3 msk sesamfræ
Leiðbeiningar
 1. Hrærið öllu saman nema fræjunum og hellið yfir fiskinn.
 2. Stráið sesamfræjunum yfir og bakið í ofni á 140 gráðum í 20-30 mínútur, eftir þykkt fisksins.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *