Pestóbringur með fetaosti og furuhnetum

Þessi kjúklingaréttur er alltaf í miklu uppáhaldi hér á mínu heimili. Hann er bragðgóður og kjúklingurinn verður sérstaklega mjúkur. Það sem er best við þennan rétt er að ég geri alltaf stóra uppskrift af honum og nota svo afgang í pasta daginn eftir, hann er því sniðugur fyrir stór heimili og líka bankabókina.

Pestó kjúklingabringur með fetaosti og furuhnetum - einfaldara verður þetta ekki!!!
Dúnmjúkur og bragðgóður kjúklingaréttur sem öll fjölskyldan elskar
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 4 bringur
 2. 1 poki ristaðar furuhnetur
 3. 1 krukka kóríander pestó
 4. 1 krukka uppáhalds fetaosturinn ykkar
 5. salt og pipar
 6. Parmesan ostur borinn fram með
Leiðbeiningar
 1. Hitið ofninn í 180 gráður
 2. Skerið bringurnar í lengjur eða um 1-2 sentimetra að breidd
 3. setjið bringurnar í eldfast mót og hellið pestó yfir
 4. Takið helminginn af olíunni af fetaostinum og dreyfið rest yfir bringurnar
 5. Blandið vel saman og setjið inn í ofn og bakið í 30-35 mínútur eða þar til bringurnar eru eldaðar í gegn
 6. Dreifið furuhnetum yfir þegar rétturinn er tekinn úr ofninum og berið fram með parmesan osti.
Athugasemdir
 1. Þennan rétt má leika sér mikið með, nota mismunandi ost, pestó og hnetur. Ef það er afgangur sker ég kjúklinginn í bita og set allt saman í pott, bæti smá rjóma saman við og helli yfir gott pasta.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *