Rabarbara-, epla- og vanillusulta

Þetta er ein af mínum uppáhalds sultum. Ef ég á ekki nóg af þessari sultu yfir veturinn verð ég frekar leið. Það gerast einhverjir töfrar þegar hún fer á vöfflurnar með rjóma. Hún er dásamleg á allt sem þarf sultu, til dæmis pönnukökur, osta og hjónabandssæluna. Ef ég fæ rabarbara langar mig alltaf að gera aðra sultu en þessa klassísku þar sem sú sem hægt er að versla í búðinni er bara nokkuð góð.

Rabarbara-, epla- og vanillusulta
Dásamlega góð sulta sem er eins og gott konfekt, þú vilt alltaf meira!!!
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 1 kg smátt saxaður rabarbari
 2. 4 græn epli, skræld, fræhreinsuð og söxuð
 3. 2 vanillu stangir, skornar þvert og fræin skafin úr
 4. 3 msk ferskur sítrónusafi
 5. 600 gr púðursykur
 6. 200 gr sykur
Leiðbeiningar
 1. Setjið öll hráefnin nema sykur og sítrónusafa í pott og sjóðið saman við meðalhita þar til rabarbarinn er orðinn mjúkur, um 5-10 mínútur.
 2. Bætið sykrinum og sítrónusafanum saman við og látið sjóða saman við vægan hita í um 40 mínútur.
 3. Veiðið froðuna sem myndast ofan á reglulega og hrærið reglulega í sultunni.
 4. Setjið í sótthreinsaðar og heitar krukkur.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

2 Comments on “Rabarbara-, epla- og vanillusulta

 1. Pingback: Hjónabandssæla í sveitinni | EatRVK

 2. Pingback: Jarðaberja, rabarbara og gulrótasulta | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *