Banana- og haframjölskökur

Ég veit ekki með ykkur en það virðist alltaf vera til nóg af banönum eða ekkert til. Eina vikuna vilja drengirnir ekkert nema banana og þá næstu borðar þá enginn og sit ég þá uppi með heilan helling og ekki vil ég henda þessum gersemum. Oftast geri ég bananabrauð eða frysti þá, en mér þykja hafrakökur dásamlegar og datt í hug að blanda banönum saman við. Útkoman var dásamleg og vil ég endilega deila henni hér með ykkur.

Banana- og haframjölskökur
Dásamlega bragðgóðar kökur sem börnin elska og líka peningabuddan.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 100 gr mjúkt smjör
 2. 1 bolli púðursykur
 3. 1/2 bolli sykur
 4. 1 egg
 5. 1 tsk vanilludropar eða bananadropar úr Kosti
 6. 2 stórir bananar, maukaðir (um það bil 1 bolli)
 7. 1 1/2 bolli hveiti
 8. 1-2 tsk kanill
 9. 1 tsk matarsóda
 10. 2 tsk kornsterkja
 11. 3 bollar haframjöl
Leiðbeiningar
 1. Blandið saman í skál smjöri, sykri, púðursykri, eggi, vanilludropum, maukuðum banönum og blandið vel saman.
 2. Blandið þurrefnum saman við og endið á haframjölinu.
 3. Hitið ofninn í 180 gráður.
 4. Setjið matskeið af deigi á smjörpappír og fletjið aðeins út með skeiðinni, passið að hafa smá bil á milli því kökurnar renna örlítið í ofninum.
 5. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til þær eru fallega gylltar.
 6. Takið úr ofninum og látið þær kólna.
 7. Njótið.
Athugasemdir
 1. Þessar eru snilld að eiga fyrir börnin þar sem þær eru saðsamar, bragðgóðar og úr einni uppskrift færðu um 30 kökur.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *