Núðlusúpa og hrísgrjónavefjur

Bergrún Mist Jóhannesdóttir er mikill matgæðingur og finnst gaman að prófa sig áfram með létta og holla rétti. Við hjá EatRVK rákumst á grunsamlega girnilegar myndir frá henni á vefnum og fengum leyfi til að deila þessari snilld með ykkur.

image1 (1)

Núðlusúpa með baunaspírum
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 2,5 l vatn
 2. 4 msk grænmetiskraftur frá Sollu
 3. Chillikrydd, sirka 1/2 tsk eða eftir smekk
 4. Salt 1/2 tsk eða eftir smekk
 5. Pipar 1/3 tsk eða eftir smekk
 6. Hvítlaukskrydd 1/2 msk eða eftir smekk
 7. 1 laukur - skorinn gróft
 8. 4 hvítlauksrif - skorinn gróft
 9. 1 stöng kanill
 10. 3 stk stjörnuanís fæst t.d. í Krónunni
 11. 3 stönglar af negul
 12. Þumall af engifer gróft skorinn
 13. Núðlur: Whole wheat núðlur frá Blue Dragon, soðnar al dente.
 14. Toppings: chili, ferskt kóríander, mung baunaspírur, maísbaunir, sesamfræ, sriracha sósa og vorlaukur.
Leiðbeiningar
 1. Allt sett saman í pott og látið malla í um 20 mínútur.
 2. Núðlurnar soðnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Passa að ofsjóða þær ekki.
 3. Setjið súpuna í skál ásamt núðlunum og stráið "toppings" yfir eftir smekk.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/
 image4 (1)

Hrísgrjónavefjur með mangó
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. Vínber
 2. Mangó
 3. Agúrka
 4. Baunaspírur
 5. Vorlaukur
 6. Hoi sin sósa
 7. Sesamfræ
 8. Soðið kínóa
 9. Hrísgrjónavefjur (fást víða, t.d. í Krónunni)
Leiðbeiningar
 1. Sjóðið kínóa og skerið niður grænmetið og ávextina.
 2. Bleytið hrísgrjónavefjurnar samkvæmt leiðbeiningum.
 3. Dýfið einni vefju í einu ofan í skál fulla af vatni svo hún verði meðfærilegri – ef hún er of þurr þá brotnar hún.
 4. Takið hana strax upp úr vatninu og settu á skurðarbretti.
 5. Raðið innihaldinu í vefjuna og setjið smávegis af sósunni yfir áður en vefjunni er rúllað upp.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *