Risarækjupasta sem gleður í sólinni

Ljúffengt og bragðmikið pasta sem er einstaklega fljótgert og kemur manni í sannkallað sumarskap. Best er að drekka með þessu ljúffengt kalt hvítvín og dýfa brauði í sósuna.

Risarækju pasta sem gleður í sólinni
Einfalt, ljúffengt og bragðgott pasta - sannkallað sumarpasta.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 500 gr ferskt tagliatelle pasta
 2. 1/4 bolli saxaður rauðlaukur
 3. 2 saxaðir hvítlauksgeirar
 4. 300 gr risarækja
 5. 1 msk góð ólífuolía
 6. 1/3 bolli hvítvín
 7. 1 msk tómatpúrra
 8. 1 tsk reykt papríku krydd
 9. 2 stönglar timían
 10. 30 gr smjör
 11. 2 msk sýrður rjómi
 12. Salt og pipar eftir smekk
 13. Steinselja til skrauts
Leiðbeiningar
 1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
 2. Setjið ólífuolíu á pönnu ásamt lauknum og hvítlauknum, eldið við vægan hita þar til mjúkur.
 3. Bætið rækjum saman við ásamt timían stilkum og eldið þar til rækjurnar eru fallega bleikar, tekur örstutta stund.
 4. Hellið hvítvíni saman við og látið malla í um 3 mínútur.
 5. Bætið tómatpúrru og paprikukryddi útí sósuna, salt og pipar eftir smekk.
 6. Takið rækjuna úr sósunni og setjið til hliðar.
 7. Setjið smjör og sýrðan rjóma út í sósuna.
 8. Setjið pastað á pönnuna með sósunni, blandið vel saman og skreytið með rækjunum og steinselju.
Athugasemdir
 1. Ef ekki er til risarækja má nota humar í staðinn.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *