Bakaður hafragrautur með hnetusmjöri

IMG_7064

Bakaður hafragrautur er tær snilld. Hann er einfaldur, fljótlegur og góður í nesti. Ég geri hann helst sem hádegismat á sunnudögum í möffinsformum til að setja svo í nestisboxin hjá fjölskyldunni í vinnuvikunni þegar lítill tími er til að dúlla sér á morgnana.

Bakaður hafragrautur með hnetusmjöri
Dásamlegur og einfaldur bakaður hafragrautur með hnetusmjöri.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 3 bollar haframjöl, gróft finnst mér best
 2. 1/2 bolli púðursykur
 3. 2 stór egg
 4. 1 bolli gott hnetusmjör
 5. 1 1/4 bolli léttmjólk
 6. Borið fram með góðum ávöxtum
Leiðbeiningar
 1. Hnetusmjöri, mjólk, púðursykri, haframjöli og eggjum er blandað saman í skál.
 2. Smyrjið formin sem nota á - gott er að dusta smá hveiti yfir þau líka.
 3. Hitið ofninn í 180 gráður.
 4. Ef notað er stórt möffinsform er bakað í 20-25 mínútur en ef nota á skúffuform er best að baka í 30-35 mínútur eða þar til hafragrauturinn er fallega gylltur.
Athugasemdir
 1. Það má alveg nota aðra mjólk ef þarf.
 2. Hægt er að borða grautinn heitan eða kaldan, með ávöxtum, grískri jógúrt eða sýrópi. Hann geymist einnig vel í kæli eða frysti.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

One Comment on “Bakaður hafragrautur með hnetusmjöri

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *