Hnausþykkur súkkulaðisjeik

Sjúklega góður og hnausþykkur súkkulaðisjeik fyrir tvo. Eina leiðin til að meika ískalda dimma morgna. Ég er einföld sál og hreinlega hendist fram úr rúminu við tilhugsunina um þessa dásemd!

Hnausþykkur súkkulaðisjeik
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 vel þroskað lítið avokadó eða hálft stórt
  2. 1 vel þroskaður banani (helst frosinn)
  3. 200 ml kókosmjólk (til drykkjar úr fernu, ekki dós)
  4. 200 ml vatn eða fjörmjólk
  5. 2 msk. hreint kakó
  6. 3 msk. súkkulaðiprótein (getur keypt stakt bréf til að prufa)
  7. klaki eftir smekk
Leiðbeiningar
  1. Allt í blenderinn og voilà! Þessi drykkur er stútfullur af hollri fitu, próteini, trefjum og járni. Hann er líka seðjandi.
Athugasemdir
  1. Tips: Ef þú vilt geyma lárperuna er auðvitað hægt að frysta hana og nota í næsta sjeik eða bera limesafa í sárið, setja í poka og inn í ísskáp.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *