Kókos- og bláberjasæla

Ég er með æði fyrir þessari bláberjahamingjubombu og drekk hana alla morgna um þessar mundir. Drykkurinn er ekki síðri en bláberjasjeik í ísbúð, ég segi ykkur það satt! Nammigott kallar dóttir mín hann. Og ekki lýgur barnið!

blizz

Kókos- og bláberjasæla
Einstaklega bragðgóður og orkugefandi drykkur.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 vel þroskaður, stór frosinn banani
  2. 1 msk chiafræ
  3. 2 msk hemp prótein ef vill
  4. 2 dl bláber
  5. 2 dl vatn
  6. 2-3 dl kókosmjólk úr fernu
  7. 4 dropar hindberja Stevía frá Via Helth t.d. ef vill
  8. 4 klakar
Leiðbeiningar
  1. Allt sett í blender og blandað uns kekkjalaust!
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *