Argentínsk kjötsósa – eða marinering

Þessi sósa er mikil snilld og algjör klassík. Mörg afbrigði eru til af henni en hér er hún nokkuð klassísk. Hún er sérstaklega góð með grilluðu kjöti en einnig er hægt að blanda saman við hana meiru af ólífuolíu og nota sem marineringu.

Argentínsk kjötsósa - Chimichurri
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 2 bollar ítölsk flöt steinselja, hef notað hina í hallæri en ekki eins gott
 2. 3-4 saxaðir hvítlauksgeirar
 3. 1/4 bolli saxað ferskt oregano, eða um 1 msk þurrkað
 4. 1/4 bolli rauðvísnedik
 5. 1/2 tsk þurrkaðar chiliflögur
 6. 1/2 tsk salt
 7. Pipar eftir smekk
 8. 1 bolli af góðri ólífuolíu, ég nota alltaf aðeins minna en það fer eftir smekk
Leiðbeiningar
 1. Setjið allt nema olíuna í matvinnsluvél og maukið saman, mér þykir betra að hafa ekki of mikið maukað.
 2. Hellið rólega olíunni saman við á meðan vélin er á lægstu stillingu.
 3. Geymið sósuna í lofttæmdu boxi. Gott er að gera hana daginn áður en hún er borðuð.
Athugasemdir
 1. Sósan geymist í allt að viku.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/
3f638053-1b61-4c4b-ad5d-1cf10ff89c08

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *