Forréttur á fimm mínútum

_DSC7313_DSC7311

Síðustu daga hefur flensupúkinn verið að herja á fjölskylduna og því lítill tími til að leika sér í eldhúsinu. Ég fékk skemmtilega gesti og vildi hafa góðan en einfaldan forrétt og datt í hug að kaupa brenndar fíkjur sem ég hafði séð í Hagkaup. Ég setti þær á gott súrdeigsbrauð ásamt geitaosti og útkoman var æðisleg.

Því þarftu aðeins gott brauð, geitaost og fíkjurnar ljúfu!

Þessi samsetning var dásamleg. Allt í senn sætt, stökkt og kremað. Brenndar fíkjur er sérstaklega ljúffengar og sætar á bragðið. Þær eru frábærar sem meðlæti með ís, paté, villibráð eða ostum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *