Besta hamborgarasósan

Sumar sósur eru einfaldlega þannig að mann langar til að setja þær á allt lífið. Þessi er pottþétt þar og passar með grilluðum fiski, svínakjöti, hamborgara eða kjúklingi. Nánast hverju sem er.

hammasosa

Besta hamborgarasósan
Bragðmikil hamborgarasósa sem hentar einnig með flestum grillmat.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 2/3 bolli majónes
  2. 1/3 bolli agúrkurelish (súrar gúrkur)
  3. 1 msk dijon sinnep
  4. 2 msk sætt sinnep
  5. 2 tsk hvítvínsedik
  6. 1/4 hvítlauksduft
  7. 1/4 laukduft
  8. 1/2 tsk paprikuduft
  9. Salt og pipar eftir smekk
Leiðbeiningar
  1. Öllu hrært saman.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *