Súkkulaði Chia-grautur

_DSC6755

Mynd: Íris Ann

Þessi grautur er frábær sem millimál, kvöldnasl eða morgunmatur. Chia fræin eru mjög næringarík og stútfull af hollri fitu og þú finnur lítið fyrir „slím“ áferðinni sem stuðar marga í þessari samsetningu.

Súkkulaði chia-grautur
Frábært millimál eða kvöldnasl.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 4 dl af súkkulaði möndlu- eða hrísmjólk frá Rice Dream (fæst í Bónus)
 2. 1 vel þroskaður banani
 3. 2 msk lífrænt hnetusmjör
 4. 2 msk gojiber
 5. 2 msk kókosmjöl eða flögur
 6. 3 msk chiafræ
 7. 2 klakar
 8. Ósætt kakó til að skreyta með
Leiðbeiningar
 1. Setjið öll innihaldsefnin nema kakóið í blender og blandið uns kekkjalaust.
 2. Gott er að kæla grautinn í 20 mínútur eða svo áður en hann er borðaður.
 3. Þessi grautur er ekki eins "slímugur" og margir chiagrautar og því hentar hann jafnvel þeim sem fíla ekki fræin hollu.
 4. Stráið kakó yfir.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *