Bestu húðskrúbbarnir koma úr eldhúsinu

_DSC7262 _DSC7266

Ég er mjög hrifin af því að nota sem mest af snyrtivörum úr eldhúsinu. Ef þú mátt borða það sem þú notar á kroppinn segir það sig sjálft að varan er ekki stútfullaf kemískum aukaefnum. Þessir skrúbbar eru dásamlegir. Lavender skrúbburinn er róandi og mjög kremaður og nærandi. Skrúbburinn er því góður fyrir þurra og viðkvæma húð og er góð leið til að ná sér niður fyrir svefninn. Kaffiskrúbburinn er snilld á morgnanna. Hann er grófur og öflugur til að hreinsa burt dauðar húðfrumur og hressa húðina við. Hann ku einnig virka vel gegn appelsínuhúð þar sem koffínið eykur blóðflæðið í húðinni.

Kaffiskrúbbur
Æðislegur skrúbbur sem hressir, bætir og kætir. Húðin verður silkimjúk og ég er ekki frá því að appelsínuhúð minnki. Ég safna öllum afgangs kaffikorg sem fellur til á heimilinu í krukku og geri skrúbb vikulega.
Skrifa umsögn
Prenta
Total Time
5 min
Total Time
5 min
Innihaldsefni
 1. 3 dl kaffikorgur
 2. 1 dl kókosolía, bráðin
 3. 1 dl sjávarsalt eða sykur
Leiðbeiningar
 1. Öllu blandað saman í krukku.
 2. Krukkuna geymi ég svo í sturtunni og skrúbba húðina með skrúbbnum vikulega.
 3. Ef þú vilt meiri hreinsun er hægt að nota skrúbbhanska eða bursta til að skrúbba húðina.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/
Lavender- og kókosskrúbbur
Kremaður og ljúfur skrúbbur fyrir þurra og viðkvæma húð. Þú stillir grófleika skrúbbsins með grófleika saltsins eða sykursins.
Skrifa umsögn
Prenta
Total Time
5 min
Total Time
5 min
Innihaldsefni
 1. 3 dl sjávarsalt eða sykur
 2. 1 dl kókosolía, bráðin
 3. 6 dropar lavenderdropar
 4. Innhald úr 1 poka af kamillute ef vill
Leiðbeiningar
 1. Allt sett í krukku og hrist.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *