Lax með hnetukurli og basil

Fylgifiskar eru dásamleg fiskbúð þar sem metnaður og matarást geislar af hverju starfsmanni. Ég elska fisk og elda fisk að lágmarki tvisvar í viku. Einkaþjálfarinn minn fyrrum (hann dó ekki – ég flutti bara og fór í aðra stöð) kallar fisk ofurfæðu og skipaði mér að borða hann 3-4 sinnum í viku sem ég gerði með mikilli gleði. Með stóru salati og steiktu eða grilluðu grænmeti. Dásamlegt! Ekki er verra að henda í mangósalsa með.

Við fengum Guðbjörgu hjá Fylgifiskum til að deila með okkur uppáhalds fiskuppskriftinni sinni. 

IMG_4610

 

Lax með hnetukurli og basil
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 500 gr roð og beinlaus lax
 2. 100 gr hnetur og fræ - gott að nota salthnetur, sólblómafræ, pistasíuhnetur (en einnig má notast við þær hnetur sem til eru á heimilinu hverju sinni)
 3. 100 ml olía (sólblóma eða óflífu)
 4. 20-30 gr ferskur basil
 5. 1 stk hvítlauksrif
 6. 1 msk garam masala aromatic t.d. frá NOMU
 7. Pipar & salt eftir smekk (gott að nota Herbamare í stað salts)
Leiðbeiningar
 1. Forhitið ofn í 220°C.
 2. Saxið fínt eða maukið hnetur og fræ, og setjið saman við olíuna.
 3. Fínt saxið basil og hvítlauk og bætið út í ásamt 1 matskeið af masala kryddi.
 4. Rífið eða klippið tvö hæfilega stór bökunarpappírsblöð til þess að setja undir laxastykkin.
 5. Rúllið upp í létt mót kringum hvorn bita.
 6. Hellið maukinu jafnt milli bitanna og bakið í ofni í 10-15 mínútur eftir þykktinni á laxastykkjunum. Saltið og piprið eftir smekk.
Athugasemdir
 1. Girnilegt salat og til dæmis sætkartöflumús er æðislega gott með. Nú eða hrísgrjón og magnósalsað góða.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *