Æðislegir íspinnar á einni mínútu!

Þessir pinnar eru mjög frískandi, sætir og góðir. Við dóttir mín stútum stundum tveimur í röð ef við erum í stuði. Það besta er að þeir eru mjög hollir og innihalda örfáar hitaeiningar en mikla hamingju! Ekki skemmir fyrir að þeir taka í alvörunni bara eina mínútu í vinnslu fyrir utan frystitímann.

kokospinnar

Mynd: TM

Íspinnar á 1 mín!
Þessir klikka aldrei. Börnin og ég elskum þá.
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
1 min
Undirbúningstími
1 min
Innihaldsefni
  1. 200 ml kókosmjólk (ég nota Coconut Dream)
  2. Hindberja stevía (ég nota Via Health)
  3. Ávextir - ég notaði bláber og hindber
Leiðbeiningar
  1. Setjið 12 dropa af stevíu ut í mjólkina og hristið.
  2. Hellið hvert pinnamót 70% fullt.
  3. Setjið berin í mótið svo það sé fullt.
  4. Stingið lokinu á og setjið inn i frysti.
Athugasemdir
  1. Íspinnamótin fékk ég í IKEA fyrir einhverja hundraðkalla. Þessir pinnar eru æðislegir í barnaafmæli.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *