Kókostoppar með límónu

Á stóru heimili er ekki alltaf mikill tími til að dúlla sér í eldhúsinu. Því elska ég að gera uppskriftir sem taka lítinn tími og auðvelt er að gera kvöldið áður. Þessir kókostoppar voru gerðir fyrir mág minn sem elskar allt með kókos og það er dásamlegt að gleðja hann með mat, ekki vera hissa ef það koma margar kókosuppskriftir frá mér. Þessi uppskrift er líka mjög sniður í veislur t.d. fermingarveisluna eða fyrir brúðkaup. Kókostoppar og kampavín er unaður sem vel má bjóða upp á við hátíðleg tilefni. 

FullSizeRender-12

Mynd: LBI

Kókostoppar með límónu og brasilíuhnetum
Þetta eru einfaldir og dásamlega bragðgóðir kókostoppar en það besta er hve lítinn tíma það tekur að gera þá. Úr þessari uppskrift færðu um 20 toppa.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 2 eggjahvítur
 2. 115 gr hvítur sykur
 3. 120 gr kókos
 4. 100 gr brasilíuhnetur grófsaxaðar
 5. 1 tsk rifinn límónubörkur
Leiðbeiningar
 1. Hitið ofninn í 170 gráður
 2. Blandið saman í skál eggjahvítum, sykri, kókosi, hnetum og rifnum límónuberki
 3. Hrærið vel saman með sleif
 4. Takið skeið af blöndunni og hnoðið létt í kúlu og setjið á bökunarpappír
 5. Bakið í 10 - 15 mínútur eða þar til topparnir eru fallega gylltir
 6. Látið toppana kólna og toppið með súkkulaði ef vill.
Athugasemdir
 1. Þessir toppar eru góðir einir og sér, með ís, en einnig er gott að dýfa þeim í súkkulaði, dökkt eða hvítt.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *