Bakaður ostur með hráskinku og döðlum

_DSC6637

Mynd: Íris Ann

Eitt sinn fórum við systurnar út að borða og fengum okkur svipaðann rétt og þennan í forrétt. Við erum svo búnar að vera finna hina fullkomnu samsetningu og útfærslu á réttinum og þetta er sú sem okkur finnst best. Þessi smáréttur er mjög sniðugur í matarboðið sérstaklega þar sem hann er einfaldur, tekur lítinn tíma og hægt er að gera hann töluvert áður en gestirnir koma. Oftast fara gestir heim með uppskriftina enda klikkar þetta aldrei. Hver vill ekki uppskrift sem klikkar aldrei?

Bakaður ostur með döðlum og hráskinku
Fljótlegur forréttur fyrir 4
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. Óðalsostur eða annar ostur t.d. Harður geitaostur
  2. 8 Ferskar döðlur
  3. 8 sneiðar parmaskinka
  4. Klettakál
  5. Balsamik sýróp
Leiðbeiningar
  1. Skerið ostinn í 10-15 cm langar lengjur sem eru um 1 cm á þykkt.
  2. Skerið döðlurnar í helming, takið steininn úr og setjið ofan á ostinn.
  3. Vefjið skinkunni utan um ostinn og setjið á smjörpappír.
  4. Hitið í ofni þar til osturinn er byrjaður að leka örlítið í endunum.
  5. Setjið klettakál á disk og rúllurnar ofan á og toppið með balsamik sýrópi.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *