Ferskt og gott baunasalat

_DSC6651

Þetta salat er skemmtileg tilbreyting frá túnfisk og rækjusalati. Best er að borða það með góðu hrökkbrauði eða setja það í pítu ásamt spínati eða öðru salati.

Ferskt baunasalat
Einfallt, gott, ferkst og hollt salat sem kemur á óvart.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 dós hvítar baunir eða kjúklingabaunir
  2. 1 sellerístöngull saxaður smátt
  3. 1/2 rauðlaukur saxaður smátt
  4. 1/2 rauð papríka söxuð smátt
  5. 1/2 krukka vegan majones eða venjulegt
  6. Kóríander eftir smekk, ég set um 1/2 bolla, saxað
  7. salt og pipar
  8. 1/2 tsk dill, má sleppa
  9. 1 msk sítrónusafi, má sleppa
Leiðbeiningar
  1. Stappið baunirnar og setjið í skál.
  2. Söxuðu grænmetinu, kóríander og majonesi er hrært saman við.
  3. Kryddið eftir smekk.
Athugasemdir
  1. Mæli með að þið gerið hrökkbrauðið okkar sem er hér á síðunni og hafið það með salatinu, fullkomin samsetning! Ég tala nú ekki um í sólinni í sumar með gott íste eða kallt hvítvín!
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *