Klikkuð kókosmjólk

Þessi mjólk er í miklu uppáhaldi. Ég bý hana gjarnan til handa dóttur minni eða þegar ég er í hreinsun/detoxi. Góða kókosmjólk til drykkjar má vissulega kaupa í fernum en með þessa elsku, þá veit ég nákvæmlega hvað er í henni og það tekur stutta stund að útbúa hana. Mjólkin er góð í ýmsa rétti, grauta eða bara til að drekka volga. Kókosunnendur verða ekki sviknir.

Heimagerð kókosmjólk
Heilnæm og án allra aukaefna!
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 2 bollar kókosmjöl
  2. 7 bollar soðið vatn (látið kólna aðeins)
  3. 6 mjúkar döðlur
Leiðbeiningar
  1. Setjið allt saman í blender (ef hann þolir hita) annars í skál og látið standa í 5-10 mínútur.
  2. Þegar vatnið hefur kólnað og er aðeins ylvolgt er blandarinn settur af stað og látinn ganga duglega eða þar til vökvinn verður hvítur.
  3. Því næst er blöndunni helt í gegnum spírupoka eða þunnt viskustykki og hratið tekið frá. Mjólkin á nú að vera hvít og tær.
  4. Hratið má nýta til að þykkja kássur, grauta, drykki eða ef það er þurrkað er það orðið að kókoshveiti.
Athugasemdir
  1. Mjólkin geymist í 3 - 5 daga í ísskáp í lokuðu íláti.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

22 Comments on “Klikkuð kókosmjólk

  1. Pingback: Detox planið í heild sinni | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *