Hægelduð papriku- og tómatsúpa

Þessi súpa er án allra aukaefna og hentar fræbærlega í hreinsun (detox),  handa litlum krílum eða til að frysta og kippa með í vinnuna. Svo er um að gera að nota það grænmeti sem er til í ísskápnum.

eatsupa

Hægelduð papriku- og tómatsúpa
Serves 2
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 2 rauðar eða gular paprikur
 2. 8 vel rauðir tómatar
 3. 1 skarlottlaukur
 4. 2 hvítlauksrif
 5. 3 msk olía, t.d. kókosolía
 6. ½ sæt kartafla
 7. 3 stórar gulrætur
 8. 2 msk krydd án aukaefna, t.d. Herb de provence frá Pottagöldrum
 9. 1 dl fersk basilíka ef vill
 10. 1-2 dl möndlumjólk ef vill (verður kremaðri)
 11. 1/2 dl appelsínusafi
 12. 6 dl soðið vatn
 13. Salt og pipar eftir smekk
 14. Toppur: pestó, grasker og lárpera
Leiðbeiningar
 1. Grænmetið er skolað og skorið gróft og sett í eldfast mót og eldað við vægan hita lengi.
 2. Ég set það oft á háan hita (250 gráður) í 20 mín og slekk svo á ofninum yfir nótt. Annars við 200 gráður í um klst. eða þar til grænmetið verður brúnleit og lungnamjúkt. Þá er það tekið út og látið kólna.
 3. Því næst er það maukað með töfrasprota eða blandara ásamt 6 dl af soðnu vatni, basilíkunni, kryddinu og möndlumjólkinni.
 4. Ef þú vilt þynna súpuna setur þú meira vatn.
 5. Súpan er borðuð heit og toppuð með einni msk af pestódressingu, 1 tsk af graskersfræjum og vænni sneið af lárperu.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

3 Comments on “Hægelduð papriku- og tómatsúpa

 1. Pingback: Detox planið í heild sinni | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *