Fylltir tómatar

Ég elska fyllta tómata og geri þá nánast aldrei eins, heldur nota það sem er í ísskápnum hverju sinni. Aðal málið er að kaupa nokkuð stinna tómata og afhýða þá fyrir bakstur. Þegar ég ætla að djúsa þá upp toppa ég þá gjarnan með fetaosti. Uppskriftin hér er þó mjólkurvörulaus (og þar með ostlaus) og hentar því bæði sem detox- eða veganréttur.

Með þessu er gott að borða ferskt spínat, skera niður lárperu og létt steikja örlítið spergilkál og gulrætur og hella svo dressingu og mintu- og sítrónuolíu yfir salatið. 

Mintu- og sítrónuolía
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 1 dl góð olía
 2. 1 dl graskersfræ
 3. ½ dl hreinn epla- eða appelsínusafi
 4. ½ hvítlauksrif
 5. Örlítið af sítrónuberki
 6. 1 dl fersk minta (eða annað ferskt krydd svo sem basil eða kóríander)
Leiðbeiningar
 1. Allt sett saman í matvinnsluvél eða blandara og maukað þar til silkimjúkt og kekkjalaust.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/
fyllturtommi

Fylltir tómatar
Fyrir 1 sem aðalréttur eða fyrir 3 sem meðlæti.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 3 stinnir en vel rauðir tómatar
 2. 2 lúkur spínat
 3. 4 sveppir
 4. 1 skarlottlaukur
 5. 1 hvítlauksrif
 6. 1 msk graskersfræ eða hnetur
 7. Örlítið sjávarsalt
 8. Herb de provence (t.d. frá Pottagöldrum)
Leiðbeiningar
 1. Sjóðið vatn í katli. Setjið í skál eða pott og látið tómatana ofan í í nokkrar mínútur eða þar til hýðið fer auðveldlega af. Ef illa gengur að ná hýðinu af þurfa þeir lengri tíma í vatninu.
 2. Skerið lítinn hring ofan á tómatinn og takið stilkinn og innvolsið úr, t.d. með melónuskeið.
 3. Setjið 2 msk af olíu á pönnu.
 4. Skarlottlaukurinn og hvítlaukurinn er smátt saxaður og látinn malla á pönnunni.
 5. Því næst eru sveppirnir saxaðir og þeim bætt við á pönnuna og allt látið malla í 2 mínútur.
 6. Spínatið er skolað, saxað og sett út á pönnuna.
 7. Kryddað eftir smekk. Ekki er verra að nota ferskt krydd svo sem kóríander ef þú átt það til.
 8. Fyllið svo tómatana með fyllingunni.
 9. Bakið á 180° í 15 mínútur og setjið svo grillið á í 2 mínútur.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

5 Comments on “Fylltir tómatar

 1. Pingback: Detox planið í heild sinni | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *