Detoxtilboð á Vitamix fyrir lesendur

Kælitækni býður lesendum EatRVK.com rokkstjörnublandarann Vitamix á sérstöku detox tilboði í janúar eða með 32.499 króna afslætti auk þess sem tveir Thermos brúsar fylgja. Brúsarnir eru með vatnsteljara. Blandarinn seldist upp fyrir jól en er nú kominn aftur. Heilsudívur Marta María, Ebba og Solla nota allar Vitamix og eftir að hafa leitað ráða hjá þeim kom ekkert annað til greina. Ég varð að eignast eintak. Blandarinn er með 7 ára árbygð, 2 hestöflum og flugvélamótor! Hvers meira getur kona með blenderblæti óskað sér?

TNC Detox Tobba 4 x 30 jan 2016

Ég kýs að nota frekar blandara en djúsvélar þar sem blandarar skila ekki hratinu frá sér svo drykkurinn inniheldur allar trefjar og gefur kroppnum meiri fyllingu.

Ég er ekki haldin miklu tækjablæti – nema þegar það kemur að eldhúsinu. Ég er ógift og því eru eldhússkápar mínir ekki hlaðnir rándýrum tækjum og tólum. Hrærivélin mín góða var loks keypt eftir að mamma og pabbi gáfu mér inneignanótu upp í gripinn en ég hafði þá ákveðið að leggja fyrir mánaðarlega fyrir gripnum enda kostar hann handlegg. Ég áttaði mig þó fljótlega á því að hrærivélin var góð og gild en það er í raun blandarinn sem er mest notaða heimilistækið. Síðastliðið ár hef ég „stútað“ 3 blenderum. Hrákökur drápur tvö stykki og smoothie kláraði annan. Í einhverjar vikur gerði ég allt með töfrasprota og var vægast sagt geðvond á köflum. Heimilislífið er nú fallið í ljúfa löð. Ég geri mér grein fyrir að tryllitækið er dýrt enda reyndi ég margar aðrar týpur áður en ákveðið var að fjárfesta í þessari. Aðrir blandarar virka vel en fyrir mig, sem nota blandara mörgum sinnum á dag í nánast allt, er þetta lokaniðurstaðan. Vonandi getur einhver nýtt sér þetta góða tilboð.

23 Comments on “Detoxtilboð á Vitamix fyrir lesendur

  1. Pingback: Detox planið í heild sinni | EatRVK

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *