Kjúklingaspjót með sítrónugrasi

Ásthildur heilsuhjúkka heldur áfram að töfra í Hollandi. Nú deilir hún með okkur bragðmiklum kjúklingarétt sem fer vel með kroppinn. Kíkið endilega á síðuna hennar Áshildar hér.   

Kjúlli m.sítronugrasi MMM

Kjúklingur með sítrónugrasi
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 4 kjúklingabringur skornar í bita
 2. 4 msk tamarisósa eða sojasósa
 3. 4 msk ferskt kóríander – smáttsaxað
 4. 2 stór hvítlauksgeiri – pressaður
 5. 2-3 stilkur sítrónugras (lemon grass) – ystu blöð fjarlægð og innri stilkurinn
 6. smáttsaxaður
 7. 1-2 lime - safinn og börkurinn notað – börkurinn raspaður og safinn kreistur
 8. Sjávarsalt & nýmalaður svartur pipar
 9. 6-8 grillpinnar ef þú ætlar að grilla bitana
 10. Þeir eru þá settir í vatn í 10 mín til að forðast að þeir brenni þegar bitarnir eru
 11. grillaðir.
Leiðbeiningar
 1. Blandaðu öllu nema kjúklingnum vel saman í skál.
 2. Bættu þá kjúklingnum við og hrærðu vel saman.
 3. Settu í ísskáp í a.m.k. 30 mín – flott ef þetta getur legið saman í nokkrar klst. T.d yfir heilan dag eða nótt.
 4. Ef þú ætlar að grilla bitana þá eru þeir þræddir upp á grillpinnana – en svo er líka hægt að raða bitunum á grind og grilla í ofni.
 5. Ef grillað – grillið í um 8-10 mín á heitu grillinu og passaðu að snúa pinnunum mjög reglulega við.
Athugasemdir
 1. Borið fram með fersku grænmeti og svo er æði að nota t.d. grískt jógúrt og gera kalda sósu. Ég geri oft sósu-uppskriftina sem gefin er upp utan á umbúðunum að gríska jógúrtinu frá MS – Gott í matinn.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *