7 daga detox! Við byrjum 13. janúar!

Nú eru margir að vakna upp við uppþembu, þrota, almenna fitu og sljóleika, þreytu og aðra fylgikvilla ofáts yfir hátíðirnar. Nú eða bara alls ekki – en þú gætir samt viljað taka aðeins til í kroppnum og hreinsa hann í janúar. Afraksturinn þarf vart að dásama. Þeir sem hafa lagað til í mataræðinu vita að meiri orka, minni líkamlegir kvillar, andleg vellíðan og ýmisr aðrir kostir munu verðlauna þig í staðinn. Fyrir utan að krónískt samviskubit sem fylgir því að borða konfekt í morgunmat getur borað gat í höfuðkúpuna til lengri tíma!

Mynd: Heiða Halls

Þessi kona er mjög alvarleg. Hún ætlar að fá sér grænkál. Mynd: HH

Ég sjálf hef prufað hinar ýmsu detox útgáfur. Allt frá kaldpressuðum djúskúrum á Balí yfir í mun flóknari prógrömm. Ég hef með tímanum lært á eigin líkama og komist að því hvað virkar best fyrir mig. Ég ítreka að þetta er aðeins mín upplifun. Eitthvað annað virkar án efa betur fyrir einhverja aðra kroppa. En þetta prógramm er framkvæmanlegt fyrir alla! Það er alveg erfitt og þú færð án efa hausverk, finnur fyrir þreytu og langar að dúndra í þig þínu „fixi“, hvort sem það er gos, sykur, kaffi eða brauð. Þetta eru þó aðeins 7 dagar af lífi þínu!

Þegar ég tala um að að þessi aðferð „virki best“ á ég ekki aðeins við þyngdartap. Í hreinsun fylgir þyngdartap en það er ekki ástæða hreinsunarinnar þó margir haldi það. Við það að hreinsa líkamann minnkar líka magamál því skammtarnir eru minni og fleiri en hinn almenni leikmaður er vanur. Sykurpúkinn er rekinn út með skömm svo að líkaminn losnar við sykurþörfina og þú drekkur meira vatn. Þetta hefur virkað mjög vel fyrir mig og heldur svo áfram að „skafa“ af mér eftir að hreinsuninni lýkur því ég fer ekki beint aftur í sama farið. Þröskuldurinn fyrir óhollustu lækkar hreinlega svo mikið að þetta hefur virkað vel hjá mér til að halda mér góðri um nokkurt skeið. Jafnvel er svo hægt að taka einn detox dag í viku næstu mánuði.

12476307_10153866683494252_1171156276_n

Ekkert kaffi eða mjólkurvörur?

Ég léttist yfirleitt um 3 kg á þessari viku en eins og ég segi er það ekki aðalatriðið heldur niðurtröppunin á óhollustunni og hreinsunin. Ég borða mjög mikið af mjólkurvörum og er oft komin upp í ansi ríflegan kaffiskammt þegar líkaminn fer að kalla á detox. Að sleppa kaffinu er erfiðast finnst mér. Ég leyfi mér stundum 1 dl af kókosmjólk á meðan á detoxinu stendur. Annars eru allar mjólkurvörur teknar út. Það er mikilvægt að sleppa sem mestu fyrst en svo smám saman bæta inn vörum. Þá getur þú líka betur fundið út hvað á illa við þig og þannig tekið til í mataræðinu til lengdar og lært betur inn á líkama þinn.

En ég hata kanínufóður!

Ekki örvænta. Matseðilinn er vel samansettur af trefjum, kolvetnum, vítamínum, fitu, próteini og hamingju. Ég er mjög matsár og álít ekki kál með papriku og olíu vera máltíð! Í þessari hreinsun teljum við ekki hitaeiningar heldur reynum að borða sem hreinast. Ef þú ert svöng/svangur þá bara gúffar þú í þig slatta af grænmeti. Það á engin að þurfa að finna fyrir hungri.

Meðal uppskrifta verða:

Kókos- og bláberjabomba (drykkur)
Fylltir tómatar með spínati, sveppum og pestói
Þruman (drykkur)
Rauði risinn (drykkur)
Fyllt paprika
Mexíkósk súpa
Spergikálssalat með avacadó, granateplum og neondressingu
Sætkartöflusalat geðvonda mannsins
Bláberja- og vatnsmelónusalat með ferskri mintu

VILTU VERA MEÐ?

Skráðu þig hér á póstlistann:

Við hjá EatRVK ætlum sumsé að setja upp 7 daga prógramm með uppskriftum og fróðleik og þú færð sendan póst daglega þá viku. Það er ansi dýrt að kaupa sér tilbúna kúra en flest af þessu er auðvelt að gera heima. Séu peningar ekki vandamál er auðvitað æðislegt að fá tilbúna detoxpakka. Ég hef líka stundum keypt einn dag af safakúrum, t.d. á Gló eða Happ til að „kick-starta“ hreinsuninni. Það er þó alls ekki nauðsynlegt.

Við byrjum 13. Janúar. Daglega færðu uppskr