Gulrótar-, sætkartöflu- og eplamús

 

Dóttir mín er hálfgerður áferðarálfur þegar kemur að mat og þolir illa tilviljunarkennda bita. Því freistast ég oft til að nota töfrasprotann og mauka matinn en lauma svo stærri bitum inn á milli. Stundum lætur hún það ekki pirra sig en aðra daga kúgast hún á dramatískan hátt og tekur bitann út úr sér með mikilli vanþóknun! Ég lét því tilleiðast og bjó til silkimjúka mús handa henni – sem tókst svo dásamlega vel að hún var höfð sem meðlæti með kjúklingarétti kvöldsins. Hún er án efa líka frábær með kalkúni eða þorskhnakka.

Gulrótar-, sætkartöflu- og eplamús
Serves 4
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
10 min
Eldunartími
20 min
Total Time
30 min
Undirbúningstími
10 min
Eldunartími
20 min
Total Time
30 min
Innihaldsefni
 1. 300 gr stórar gulrætur
 2. 150 gr sætar kartöflur
 3. 1 vænt og sætt epli
 4. Ferskt kóríander, ein lúka
 5. 2 msk smjör
 6. 1 dl kókosmjólk í fernu
Leiðbeiningar
 1. Allt grænmetið er afhýtt og skorið í teninga.
 2. Gulræturnar fara fyrst í pottinn því þær þurfa mesta suðu. Þegar þær eru orðnar nokkuð slakar -hægt að stinga gafli í þær en hann rennur ekki í gegn (um 10 mín) - þá er sætu kartöflunum bætt við. Soðið áfram í um 10 mín. Þá fara eplabitarnir út í í 10 mínútur.
 3. Nú á grænmetið að vera orðið vel mjúkt en ekki þó svo soðið að það sé komið í drullu og hafi misst öll næringarefni.
 4. Vatninu er hellt af og smjörinu, kóríanderinu og kókosmjólkinni bætt við.
 5. Öllu blandað saman með töfrasprota.
 6. Ég salta svo bara fullorðinsskammtinn með góðu sjávarsalti.
Athugasemdir
 1. Þessa mús er ekkert mál að setja í krukku og frysta eða setja út í morgunsjeikinn!
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *