Svona tekur þú fullkomnar matarmyndir

Screen Shot 2015-06-08 at 3.03.47 PM

Fellexandro Ruby matarljósmyndari og bloggari. Það seldist upp á námskeið hans á The Ubud Food Festival á örfáum klukkustundum.

Fellexandro Ruby er ungur matarbloggari frá Jakarta sem slegið hefur í gegn með ómótstæðilegum matarmyndum og umfjöllun sinni en hann bloggar undir nafninu Wanderbites. Nú fimm árum eftir fyrstu bloggfærsluna myndar hann fyrir marga vinsælustu veitingastaði heims og heldur námskeið í matarljósmyndun. EatRVK mælti sér mót við þennan sísvanga listamann eftir eitt af námskeiðum hans í Indónesíu. Hann deilir hér með okkur leyndardómunum á bakvið að taka hina fullkomnu matarmynd!

„Ég hef alltaf elskað að taka myndir – og að borða. Þetta þróaðist því eðlilega í þessa átt. Ég byrjaði að taka myndir á símann, svo á litla vasamyndavél og loks á alvöru vél eftir að fyrirtæki fóru að hringja og bóka mig í tökur,“ segir Fellexandro sem er sjálflærður ljósmyndari en kennir nú matarunnendum víða um heima að fanga girnilegustu andartök dagsins á filmu. Hann myndar einnig fyrir mörg þekkt vörumerki, hótel, tímarit og veitingastaði. „Þetta er líklega besta starf í heimi. Ég viðurkenni að ég smakka nánast allt. Enda hef ég þyngst um átta kíló frá því að ég byrjaði að starfa við matarmyndatökur. Ég fer því út að hlaupa alla morgna til þess að geta borðað það sem ég vil. Mér finnst líka skemmtilegast að mynda eftirrétti. Það er yfirleittsett meiri vinna í að láta þá líta vel út.“

Þú birtir sum sé ekki bara myndum af hollum mat eins og er víða í tísku núna. Hráfæði og sheikar? „Nei, alls ekki. Ég geri það auðvitað líka en það fyndna er að „óhollu“ myndirnar mínar á Instagram fá mun fleiri „like“ heldur en þær hollu. Kannski er það líka þess að Indónesar, sem eru meirihluti fylgjenda minna, elska slíkan mat og ég set myndirnar yfirleitt inn seint á kvöldin þegar fólk er sest fyrir framan sjónvarpið og langar í eitthvað óhollt.“

Bekal Dari Ibu (Landscape & Portrait) Full Res Wanderbites Studio-110-For-Tobba

Súkkulaðu oreo bananar. Ein af mörgum verkefnum Fellexandro. Hér er verið að kynna nýja vöru til leiks, stökkan steiktan banana með súkkulaði oreo fyllingu.

Ástarsamband Fellexandro við mat hefur borið hann víða um heim til að mynda – og smakka. „Ég hef fengið ógrynni af góðum mat. Mér finnst þó indónesískur matur bestur. Indónesísk matargerð er mörgum hulinn heimur vegna þess hversu erfitt það er að útvega réttu kryddin og innihaldið
til eldamennskunar. Kunningjar mínir sem hafa verið að kenna matreiðslunámskeið í Evrópu hafa til dæmis þurft að ferðast með öll krydd með sér,“ segir matgæðingurinn hugsi. Hann var nýverið tilnefndur einn af eftirsóttustu piparsveinum Indónesíu, enda með eindæmum hláturmildur og skemmtilegur. Ekki skemmir að ógirnilegur matur er aldrei borinn á hans borð.

 

3 leiðir að ómótstæðilegri mynd

Nánast allir virðast birta myndir af mat á samfélagsmiðlum nú til dags. Hvort sem er á Facebook, matarbloggum eða Instagram. Fólk keppist við að heilla bragðlauka vina og vandamanna á Internetinu með misjafnlega góðum árangri. Hvert er leyndarmálið bak við fallega mynd fyrir hinn almenna símaljósmyndara? Fellexandro veltir fyrir sér spurningunni í stutta stund og raðar umhugsunarlaust sojasósuflöskum á borðinu fyrir framan sig upp í fallegt knippi.

„Fyrsta atriðið er ljós. Góð birta skiptir öllu máli. Mín matra er: „Skjóttu hádegisverðinn en borðaðu kvöldmatinn.“ Náttúruleg dagsbirta er mjög mikilvæg þegar um símamyndir er að ræða. Því er nánast útilokað að ná almennilegri mynd eftir að skyggja tekur. Hádegið er því besti tíminn til að mynda mat.Kvöldmaturinn mun ekki myndast vel þó hann bragðist vel. Slepptu því að sýsla með hann og njóttu hans bara. En ef þú ert til dæmis á leið á veitingahús í dagsbirtu er mun betra að biðja um sæti við glugga svo þú getir notað birtuna til að mynda.

Númer tvö þarf að hugsa um stíliseringu. Hvaða sjónarhorn viltu fá? Láttu matinn líta nátturlega út og forðastu gervilega uppstillingu. Best er ef myndin lítur út fyrir að vera óstíliseruð, eins og þú hafir gengið framhjá disknum og smellt af mynd. Þeim áhrifum má til dæmis ná með því að skera í matinn og gera diskinn kæruleysislegan. Setja nokkrar mylsnur út fyrir diskinn ef þú ert með köku en þó án þess að uppstillingin verði subbuleg. Leiðinlegustu réttirnir eru þeir sem virðast vera beint úr pakka og eru of „fullkomnir“. Þú veist að maturinn er bragðgóður ef ljósmyndarinn stóðst ekki mátið að bragða

wanderbites-food-styling-photography-for-cold-press-juice-5 (1)

Kæruleysisleg stílisering virkar best að mati Fellexandro. „Leiðilegustu réttirnir eru þeir sem virðast vera beint úr pakka og eru of „fullkomnir“.“

Síðast en ekki síst eru litirnir. Þegar þú pantar eða eldar skaltu hugsa um litina. Litríkar eða fjöltóna myndir koma best út. Einn litur virkar ekki eins vel á mynd. Andstæður í litum koma vel út. Ég viðurkenni að ég hef pantað mér mat sem ég var viss um að myndi myndast vel þó mig hafi langað meira í annað á matseðlinum,“ viðurkennir Fellexandro og brosir. „Hafa ekki flestir gert það?“

 

10 girnileg grömm að elta:

Aðstoðarritstjóri Bon Appetit: @alisoneroman

Ævintýranlegur matur víða um heim: @alifewortheating

Upprunalegar uppskriftir: @spoonforkbacon

Vinsælasti „ófrægi“ Instagram kokkurinn: @alice_gao

Einstaklega fallegar matar- og umhverfismyndir: @cannellevanille

Skemmtilegasti frægi kokkurinn: @jamieoliver

Dásamlegar myndir frá kaffihúsaeiganda: @sqirl_confitures

Frábær matarbloggari: @ashrod

Klikkaðasti kokkurinn: @pichetong

Myndveita sem velur bestu matarmyndirnar: @thefeedfeed

 

Það er fullt til af frábærum snjallsímaforritum til að gera matarmyndir enn fallegri, stilla liti, ljós, fókus og fleira. Hér koma tillögur að fjórum góðum. Þú finnur smáforritin í Google PlayStore fyrir Android-síma eða AppStore fyrir iOS-síma.

vibrant              

Vibrantly – kostar $2.47. Þetta forrit er sérstaklega hannað af atvinnu matarbloggara með matarmyndir í huga. Í gegnum forritið er einnig hægt að nálgast greinar og uppskriftir.

FancyCam – kostar $2.47. Þetta forrit má nota á hinar ýmsu myndir en það er með sérstakan matarmyndafilter, auk 70 annarra filtera.

Evernote food – ókeypis. Auðvelt forrit með skemmtilegum eiginleikum til að safna uppskriftum og flokka myndir.

VSCO cam – ókeypis. Vinsælt forrit meðal Instagram-notenda. Möguleiki er að kaupa þróaðri útgáfu með fleiri eiginleikum.

 

how-to-take-great-food-photos-best-iphone-and-android-apps-fancycam

 

Brjálæðislega girnilegt blogg:

Whatkatieate.com – ástrálskur bloggari og uppskriftabókahöfundur. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá Fellexandrosem, sem á allar uppskriftabækurnar hennar.

What Katie Eat er er ein uppáhalds síða Fellexandro Ruby.

 

Texti: Þorbjörg Marinósdóttir
Myndir: Fellexandro Ruby og Þorbjörg Marinósdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *