Hin eina sanna salsasósa

Ég elska mexíkóskan mat og er eiginlega á því að allt með salsasósu sé gott. Þessi uppskrift er frá Lucas Keller en þessa sósu geri ég reglulega og á oftast inni í ísskáp. Dásamlegt með kjúklingasalati, eggjaköku, taco eða quesadillas, nú eða sem sósa á pizzur sem ég geri mjög oft en þá nota ég tortillakökur sem botn.

Hin eina sanna salsasósa
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
10 min
Undirbúningstími
10 min
Innihaldsefni
 1. 4 stórir tómatar
 2. 1 hvítlauksgeiri
 3. 1/2 rauðlaukur
 4. 1 ferskt rautt, fræhreinsað chili aldin
 5. 1/2 ferskt jalapeno - ef þú vilt hafa sósuna sterka (eða 4 sneiðar úr krukku)
 6. safi úr 1 límónu
 7. 25 gr kóríander (ein lúka)
 8. salt og pipar
Leiðbeiningar
 1. Skerið allt hráefnið í bita og fjarlægið fræ, skelina af laukunum og stilka.
 2. Setjið hráefnið í matvinnsluvél og saxið eftir smekk.
 3. Saltið og piprið eftir smekk.
Athugasemdir
 1. Salsasósa er algjörlega fitusnauð og inniheldur mjög fáar hitaeiningar.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/
DSC_4791 (1)

Mynd: Íris Ann

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *