Veisluhumar með kóríander

Ég var einu sinni stödd í dásamlegu brúðkaupi þar sem boðið var upp á grillaðan humar. Ég bjóst við hinum klassíska hvítlaukshumri en þar fékk ég kóríanderhumar og eftir það hef ég sjaldan notað hvítlauk á humar. Mér finnst kóríander passa einstaklega vel með humri og hann fær að njóta sín betur. Því hef boðið uppá þennan rétt í mörgum matarboðum og hann aldrei klikkað og margir eru hissa á hve fullkomin samsetning þetta er.

Kóríander humar
Fyrir 2-3 í aðalrétt.
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 kg humar í skel, snyrtur og klofinn
  2. 200-300 gr ósaltað smjör
  3. 1-2 bolli kóríander, saxað
  4. Salt og pipar eftir smekk
Leiðbeiningar
  1. Þegar þið eruð búin að hreinsa og skera humarinn raðið þið honum á álbakka.
  2. Bræðið smjörið og kryddið með salti, pipar og bætið við kóríander. Setjið 1-2 teskeið af smjöri í hvern hala og geymið afganginn af smjörinu.
  3. Grillið við góðan hita í 2-3 mínútur eða þar til humarinn er tilbúinn. Þið getið grillað humarinn í ofni við 200°C í 3-4 mínútur.
  4. Setjið restina af smjörinu yfir humarinn og njótið.
Athugasemdir
  1. Með þessu er gott að gera cous cous með uppáhalds grænmetinu þínu, furuhnetum og hreinum fetaosti fyrir þá sem elska hann.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *