Reffilegt rabarbara- og jarðaberjasíróp

Þetta síróp er dásamlega einfalt og er gott yfir jógúrt, ísinn, í sódavatn eða í mojito. Hægt er að leika sér með hlutföll og gerð ávexta. Ég hef til dæmis gert þetta með jarðarberjum, basil og límónusafa sem kom mjög vel út.

Rabarbara- og jarðarberjasíróp
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
  1. 1 bolli vatn
  2. 1 bolli sykur
  3. 1 bolli rabarbari, skorin í bita
  4. 1 bolli jarðaber, skorið í bita
Leiðbeiningar
  1. Sykur og vatn sett í pott og látið sjóða, lækkað undir og bætið rabarbara og jarðarberjum saman við.
  2. Látið malla í 10-15 mín og hrært reglulega í.
  3. Takið af hellunni og látið kólna. Setjið grisju í sigti yfir skál og hellið fallega rauðu sírópinu í gegn. Fjarlægið hratið og hellið yfir á fallegar flöskur og geymið í ísskáp.
Athugasemdir
  1. Ef rabarbari er ekki til er hægt að setja aðra ávexti í staðinn, t.d. hindber.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

 

21 Comments on “Reffilegt rabarbara- og jarðaberjasíróp

  1. Rosalega Flott allt saman og get ekki beðið að prófa! ((:>

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *