Spergilkáls spagettí

Þetta heilnæma og litfagra pasta kemur frá Lucas Keller matreiðslumanni en hann lærði matreiðslu á Ítalíu og er mikill meistari í pastagerð. Hann kennir einnig reglulega pastagerð í Salt Eldhúsi og á og rekur veitingarhúsið The Coocoo’s Nest ásamt eiginkonu sinni Írisi Ann, ljósmyndaranum okkar klára. Við fáum því reglulega góðar uppskriftir frá honum.

Sperigilkáls spagettí
Skrifa umsögn
Prenta
Innihaldsefni
 1. 350 gr heilhveiti spagettí
 2. 1 vænt spergilkálhöfuð
 3. 50 gr spínat
 4. ólífuolía
 5. salt
 6. pipar
 7. chili flögur
 8. parmesan
 9. sítróna
 10. steinselja
Leiðbeiningar
 1. Skerið toppinn af spergilkálinu. Skerið svo stilkinn neðst af en ekki henda honum. Skerið stilkinn í litla kubba og setjið til hliðar.
 2. Sjóðið spergilkálið í söltu vatni í u.þ.b 3 mínútur og setjið svo í kalt vatn.
 3. Blandið spínatinu og spergilkálinu saman. Auðveldast er að nota töfrasprota til að blanda því saman (ein lúka á móti einum haus af spergilkáli).
 4. Blandið þar til úr verður mjúk mús, bætið næst við salti og pipar eftir smekk og einni matskeið af ólífuolíu og blandið svo aftur í nokkrar sekúndur.
 5. Hitið pönnu með ólífuolíu, bætið spergilkálskubbunum úr stilknum út á og eldið í u.þ.b 5 mínútur. Því næst fer kryddið, þ.e.a.s. chili flögurnar, salt og pipar eftir smekk á pönnuna.
 6. Bætið soðnu spagettíinu út á pönnuna með spergilkálinu og kreistið smá sítrónusafa út í.
 7. Spergilkálsmúsinni er skipt á tvo diska og spagettíinu raðað í tvo fallega turna ofan á.
 8. Stráið parmesan ofan á og smá sítrónuberki og njótið!
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/
DSC_8425

Mynd: Íris Ann

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *