Chiagrautur sem allir elska!

Þessi grautur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Hann er æðislegur sem morgunverður, millimál eða eftirréttur í miðri viku. Ég geri grautinn alltaf i krukku sem gerir það auðvelt að hafa hann í töskunni sem handhægt millimál. Mér finnst best að setja fersk ber í grautinn en nánast hvaða ávextir eða hnetur sem er sóma sér vel. Chiafræin eru stútfull af hollum fitusýrum, próteini, járni og trefjum. Berin koma svo sterk inn með enn fleiri góðverk á borð við andoxunarefni og vítamín.

 

Chiagrautur
Serves 1
Skrifa umsögn
Prenta
Undirbúningstími
3 min
Eldunartími
15 min
Undirbúningstími
3 min
Eldunartími
15 min
Innihaldsefni
  1. 3 msk chiafræ
  2. 100 ml ab-mjólk
  3. 100 ml kókosmjólk úr fernu
  4. 3 stevíudropar t.d. hindberja- eða vanillustevía
  5. 10 bláber – þú getur notað mangó, jarðarber, banana eða hindber
Leiðbeiningar
  1. Allt sett í krukku og hrist duglega!
  2. Geymt í ísskáp í lágmark 15 mín.
Athugasemdir
  1. Ég geri þetta yfirleitt á kvöldin og borða í morgunmat eða tek með mér í út í daginn. Algjört dúndur! Það má alveg nota kókosmjólk úr dós ef hún er vel þynnt með vatni. Munurinn er aðallega sá að fernumjólkin er hitaeiningaminni og sætari.
EatRVK http://eatrvk.kvennabladid.is/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *